Byrjandi í þyrluflugi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Tóti »

Sælir módelmenn

Mig langar að læra að fljúga fjarstýrðum þyrlum.
Það sem mig vantar að vita er hvernig er best að byrja.
Ætti ég að byrja að fjárfesta í flughermi?
Þarf ég að kaupa fjarstýringu til að nota með herminum?
Ef svo er hvaða fjarstýringar koma til greina?
Hvaða þyrlur koma til greina?
Hvar er best að versla, innanlands eða frá útlöndum?

Ég hef mjög takmarkaða reynslu í módelflugi. Smíðaði
eina svifflugu með hjálp afa þegar ég var krakki og
brotlenti henni í fyrsta flugi. Henni var aldrei flogið aftur.

Ég er búinn að lesa mig svolítið til á erlendum síðum
um sportið og fengið svona nokkra hugmynd um
hvað málið snýst, en langar að vita hvað þið
hafið að segja um málið.


Kv.
Tóti
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Ingþór »

Það er lang best að byrja á að fjárfesta í fjarstýringu og simulator, og ef þú ert harðákveðin í að byrja þá er ekkert að því að kaupa sér módel strax og byrja að setja saman, það er gott að hafa eitthvað til að koma við :)
Það geta allir lært að fljúga þyrlu og það er bara spurning um að hafa eðlilegar væntingar til þess tíma sem það tekur að læra þetta, gefðu þér góðan tíma (viku+) í að ná einhverjum tökum á hoover í simmanum ef þú hangir í honum í amk klukkustund á dag, og þá er ekkert að því að fara útá völl og fá einhven til að testfljúga þyrlunni fyrir þig og taka aðeins í hana með hjálpardekkjum. Svo er bara að vera duglegur útá velli þegar viðrar og í simmanum á aðra daga og þá get ég lofað þér því að þú getur rollað og loopað fyrir lok sumars og/eða tekið fallegt scala aðflug og lendingu og flug.
Þér er velkomið að hafa samband við mig í síma 891 9092 ef þú hefur frekari spurningar eða skella þeim hér inn.
PS. ég er með þyrlu fjarstýringu til sölu á smáauglýsinga korkinum
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég mundi í þínum sporum byrja með að skella mér á þessa stýringu hjá Ingþóri (ekkert að þakka Ingþór :) ) og reyna annaðhvort að finna notaðan Reflex simma eða nýjan.
Leggjast svo í endalausar æfingar á kvöldin meðan regnið og stormurinn bylur úti.
Þú finnur fljótlega hvort þer finnst þetta sport eigi við þig og eftir nokkur hundruð tíma í simmanum verður komið vor, þú kominn með góða byrjendavél og færð Ingþór til að trimma hana og testa og leiða þig í loftið fyrstu skrefin. Svoleiðis komst ég inn í þetta fyrir ekki löngu. Reyndar í alvöru flugi með vængjum (rólegur Ingþór! :D ) en það gildir í enn meira mæli með þyrluflugið að æfingar í hermi bæta árangurinn og öryggið verulega og minnka líkurnar á að maður gefist upp áður en maður er farinn að njóta sportsins.
Fjárfestingin í eðal-simma eins og Reflex verður fljót að borga sig í færri brotlendingum.
Ef þú finnur að þetta á ekki við þig þá geturðu pottþétt selt þetta dót aftur.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Þórir T »

bara að hafa það á hreinu að þetta er ekki ég.... eða þannig :-/

mbk
Tóti
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Tóti »

Takk fyrir góð svör.
Ég hef ákveðið að kaupa Reflex og fjarstýringu hjá módelexpress.
No hard feelings Ingþór vona ég :) ég er bara soldið veikur fyrir nýju dóti.

kv
Tóti AKA Þórður - ekki Þórir T :P
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Ingþór »

ekkert mál félagi, viss um að þú verðir ánægður með dótið frá Þresti, hvernig stýringu fékst þú þér?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Tóti »

ég held að hann ætli að selja mér Futaba 6EXH.
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Sverrir »

Tóti þú lætur bara vita ef þú vilt breyta notendanafninu, engin þrýstingur samt frá mér ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir Þórir T »

ertu að tala við mig eða Tóta? :-) hehe

mbk
Tóti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Byrjandi í þyrluflugi

Póstur eftir maggikri »

Ég held bara að hann sé að tala vð ykkur báða
Svara