Síða 1 af 3
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 28. Apr. 2010 12:41:15
eftir Eiður
Ég var að spá hvot það væri í lagi að nota svona þriggja sellu LI-po í fjarstýringar málið er að þegar batteryið er full hlaðið hjá mér sýnir stýringin 11.2V en þriggja sellu LI-po fer alveg í 12,1.
spurnigin er hvort ég grilli stýringuna á þessu ég er með JR2110 .
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 28. Apr. 2010 13:57:45
eftir Haraldur
Googlaðu framleiðanda.
í sumar fjarstýringar má ekki setja LiPo.
t.d. má ekki setja LiPo í Spektrum Dx7 stýringu sem ég er með en allt í lagi með Futaba FF8 stýringu.
Þú þarft líka að fylgjast með spennunni.
Ef hún fer niður fyrir 10 volt þá er tími til að hlaða lípóið, en fjarstýringar flauta yfirleitt ekki fyrr en við 8.6volt, getur samt verið mismunandi hvenær flautað er.
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 05:53:47
eftir Agust
Þriggja sellu LiPo:
Því sem næst samband milli spennu (
án álags) og hleðslu samkvæmt töflu sem ég hef séð:
100%=12,60 volt (4,2 volt per sellu). Fullhlaðið
90% = 12,45 volt
80% = 12,30 volt
60% = 12,00 volt
40% = 11,70 volt
20% = 11,40 volt
10% = 11,10 volt
0% = 11,0 volt Tómt.
---
Önnur tafla sem ég hef séð gefur svipaða niðurstöðu, en spennan er per sellu. Einnig mælt
án álags. Það má ekki taka þessar tölur of bókstaflega, en þær gefa góða hugmynd:
4.20v = 100%
4.03v = 76%
3.86v = 52%
3.83v = 42%
3.79v = 30%
3.70v = 11%
3.6?v = 0%
---
Oftast mælir maður spennuna með einhverju álagi, og þá getur hún mælst allnokkuð lægri, sérstaklega þegar rafhlaðan er nærri tóm.
---
Svo er líka spurning til hvers maður er að nota LiPo í fjarstýringu þegar til er miklu betri kostur eins og t.d. LSD-NiMH. Þegar sendirinn flautar til að láta vita um að rafhlaðan sé tóm, þá er vélin þegar komin í jörðina og rafhlaðan ónýt.
Sjá þessar umræður:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3787
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 08:56:54
eftir einarak
það er hægt að leysa low volt vesenið fyrir 4$ ef það kemst fyrir með svona lipo buzzer:
http://cgi.ebay.com/Dual-Speaker-Low-Vo ... 27b0709646
Þessi fer að væla þegar spennan er komin niður í 3.3v á sellu... .Það er hinsvegar annað mál að koma honum fyrir í sendinum...
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 21:25:23
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Þriggja sellu LiPo:
10% = 11,10 volt
0% = 11,0 volt Tómt.
-
3.79v = 30%
3.70v = 11%
3.6?v = 0%[/quote]
Sæll Ágúst!
Hvaðan hefurðu að LiPo sellurnar séu tómar við 3,6V?
Var að lesa í góðri grein um "Lithium battery care" í "Fly RC"(júní 2010) að LiPo séu nánast tómar við 3V og LiFe við 2,5V. Enda er mín reynsla í rafmagnsfluginu að hægt sé að fljúga niður undir það áður en straumstýringarnar kötta á mann (reyndar stillanlegt). Missi maður spennuna mikið niður fyrir 2,8 - 2,9V leyfa sum LiPo-hleðslutæki manni ekki að hlaða þau, svo það borgar sig að forðast.
Ég er samt sammála að ég myndi varla nota LiPo í fjarstýringu sem mér væri sárt um vegna hárrarspennu og alls ekki hlaða í fjarstýringunni, því þá getur maður ekki balanserað sellurnar og þar með brunahættu.
kveðja
Gunni Binni
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 21:47:12
eftir Agust
Gunni Binni
Þar sem ég rakst á þetta var verið að mæla rafhlöðurnar án álags með voltmæli með háu inngangsviðnámi.
Þegar rafhlöðurnar eru nánast tómar, þá þarf ekki nema örlítið álag, eða smávegis straum frá þeim, til þess að spennan lækki verulega,
Nú þori ég ekki að ábyrgjast þessar tölur, en það getur verið fróðlegt að spennumæla rafhlöðurnar skömmu eftir að hraðastýringin rýfur sambandið, og eftir að rahhlaðan hefur verið frátengd, en það er eins og þú segir við ca 3,0 volt, en með töluverðu álagi sem er mótorinn.
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 21:51:45
eftir Agust
Sjá t.d. hvað skrifað stendur hér:
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=137160
Loaded voltage is important and the one to watch. I don't believe any manufacturer has stated otherwise.
No LIPO should ever be discharged to below 3V/cell
UNDER LOAD, thats the advice from those who make em.....
Kokam have also stated that 2.5V/cell is actually the lower limit but for safety's sake they recommend 3V. Given the fact the cell is useless if ever pulled below 2.5V, that .5V seems like a sensible safety margin and should be adhered to.
In any case, IME, once the no-load cell voltage hits 3.7 you'll not be getting any real amps out of them so you'll have to land anyway!
EDIT---
Just to add to the above, would anyone care to offer any comment on the last sentence?
Basically, I have found EVERY pack to be useless for outdoor at below 3.7V NO LOAD, by that I mean you can't even pull an amp from them. What this translates to with the current crop of batts is a LOADED voltage way above 2.5V, somewhat near 3V. Accepted, there are some applications, all indoor, where you will be needing so little current you could pull them below 3V/cell, but I figure those flying those planes are pretty clued up by now on what their batts can and can't do, given they have been using them for some time
---
Sjá efsta ferilinn. Álag er lítið, en samt smávegis. Ferillinn er nokkurn vegin eins og tölurnar í töflunni hér að ofan. Rafhlaðan er svo gott sem tóm við 3,6 volt og ferillinn lóðrétt niður þar fyrir aftan. Án álags væri bjargbrúnin líklega nær 3,7 voltum.

Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 22:28:23
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Sjá t.d. hvað skrifað stendur hér:
Sjá efsta ferilinn. Álag er lítið, en samt smávegis. Ferillinn er nokkurn vegin eins og tölurnar í töflunni hér að ofan. Rafhlaðan er svo gott sem tóm við 3,6 volt og ferillinn lóðrétt niður þar fyrir aftan. Án álags væri bjargbrúnin líklega nær 3,7 voltum.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 578531.jpg[/quote]
Sæll Ágúst!
Þetta gildir samt bara við mjög hæga afhleðslu (reyndar td sendir) en alls ekki við hraðari afhleðslu (13-19A) ss flug, enda byggir mín reynsla á því

Þessar þrjár neðri kúrfunar sýna að mestöll rýmdin er eftir í batteríunum við 3.6V.
kveðja
Gunni Binni
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 29. Apr. 2010 23:28:13
eftir Agust
Ég er alltaf að meina spennumælingu
án álags. Þá gildir efsti ferillinn. Ef maður tekur rafhlöðu ofan úr hillu í bílskúrnum, bregður á hana spennumæli, þá getur maður séð
því sem næst hve mikið hún inniheldur með því að nota töfluna:
4.20v = 100%
4.03v = 76%
3.86v = 52%
3.83v = 42%
3.79v = 30%
3.70v = 11%
3.6?v = 0%
Þetta gildir þó bara meðan enginn straumur streymir frá rafhlöðunni. Þetta er minnir mig kallað íspenna rafhlöðunnar. Pólspenna er það aftur á móti sem við mælum meðan einhver straumur gengur frá rafhlöðunni. Þegar maður mælir án álags, þá kemur ekki fram spennufallið sem verður yfir innra viðnám rafhlöðunnar.
http://www.msund.is/Kennarar/HafsteinnO ... C3%A1m.doc
Re: LI-po í fjarstýringu
Póstað: 30. Apr. 2010 16:50:14
eftir Björn G Leifsson
Hmmm...
Ágúst, ertu að ruglast þegar þú segir í síðasta innleggi að efsti ferillinn sé mæling án álags Mér sýnist að það sé miðað við fast straumflæði við 0,625A þeas um milljón sinnum meira straumúttak en spennumælir mundi draga yfir ótengda pólana.
Bara svo ég skilji þetta rétt...
Ferlarnir eru væntanlega gerðir með breytilegu álagi þannig að straum-úttakið sé alltaf það sama alla leið þeas að voltin eru látin stjórna viðnáminu í rásinni frá ca 6,7 Ohm við 4,2V niður í 4,8 Ohm Þegar spennan er komin niður í 3,0V? (4,2V/0,625A=6,72 Ohm og svo framvegis)
Eða eru ferlarnir teiknaðir gegnum "álagslausar" mælingar þar sem straumúttakið/álagið er tekið af stundarkorn og sett svo á aftur til að halda áfram að hlaða úr sellunni???
Hehe... gaman að fá tækifæri til að rifja upp Ohms lögmálið.