Síða 1 af 1
Re: high amp connectors
Póstað: 10. Maí. 2010 21:20:16
eftir bashcat
vita einhverjir hvar maður fynnur öflug rafmagnstengi hér á skerinu?
ég er nú þegar með stærri gerðina af deans tengjum en lóðningarnar hafa verið að bráðna.
mig vantar tengi sem ráða við 150-200 amper og taka við 8awg vírum.
ps: þetta er í savage xl fjarstýrðann bíl með tekin rx8 hraðastilli og t8 mótor, hraðastillirinn er gefinn upp til að þola 210 amper continious. auðvitað verður aldrei stanslaust 210 amper drag á kerfinu en ég vill ekki hafa neina augljósa flöskuhálsa í kerfinu. ég var búinn að fynna tengi fyrir rafmagns lyftara 175A en þau eru allt of stór um sig.
Re: high amp connectors
Póstað: 10. Maí. 2010 21:49:54
eftir Þórir T
Talaðu við AMG Aukaraf, sími 585-0000 eða Múlaradíó eða álíka..
Re: high amp connectors
Póstað: 10. Maí. 2010 22:23:28
eftir einarak
kíktu á
www.sbki.is það eru einhverjir þar með svona brushless savage
Re: high amp connectors
Póstað: 11. Maí. 2010 08:29:42
eftir ErlingJ
íhlutir í skipholti 7 að mig mynnir.
Re: high amp connectors
Póstað: 11. Maí. 2010 15:41:49
eftir Agust
Svo má prófa Miðbæjarradíó. Mikið úrval af alls konar rafmagnsdóti.
http://www.mbr.is/
Re: high amp connectors
Póstað: 26. Maí. 2010 17:28:08
eftir Smabilar.is
Ef að lóðningin er svokölluð "köld lóðning" myndast hiti í tininu þegar straumur rennur í gegn og tinið getur bráðnað í sundur. Lausnin er að kaupa gott tin (jafnvel auka "flux") og nota góðan lóðbolta. Hreinsa burt allt gamla tinið og lóða allt upp á nýtt.
Annar möguleiki er óhreinindi á tengipunktum, þar sem tengin snerta hvort annað. Slíkt veldur hita sem getur brætt tinið. Lausnin á því er að hreinsa snertipunktana t.d. með kontaktspreyi eða að pússa þá með sandpappír.
Samkvæmt þessari síðu hér
http://www.powerstream.com/Wire_Size.htm er 8 awg vírinn, sem þú ætlar að nota, aðeins gefinn upp fyrir 73 Amper áður en hann verður hættulega heitur.
Re: high amp connectors
Póstað: 26. Maí. 2010 18:09:53
eftir hrafnkell
Re: high amp connectors
Póstað: 27. Maí. 2010 08:32:05
eftir Haraldur
[quote=hrafnkell]8mm bullet connectorar þola allt að 170 amper:[/quote]
Þó að tengið þoli allann þennan straum þá er ekki víst að lóðningin haldi.
Re: high amp connectors
Póstað: 27. Maí. 2010 13:34:46
eftir Agust
Ég er nokkuð viss um að eitt sinn þegar vélin fór rafmagnslaus í jörðina, var ástæðan sú að annað 4mm gullhúðaða tengið ofhitnaði, tinið bráðnaði, og fjandinn varð laus.
Þetta hefur hvorki gerst fyrr né síðar hjá mér með þessum tengjum.
Ég fór oft yfir málið í huganum til að reyna að finna ástæðuna, og þykist hafa fundið hana. Fyrst hélt ég að lóðningin hefði mistekist hjá mér, en þótti það ólíklegt þar sem ég var búinn að nota rafhlöðuna mörgum mörgum sinnum.
Líklegasta skýringin er sú, að skömmu fyrir flugtak var ég að prófa hreyfingu stýriflatanna og stilla þá af. Þá rétt tyllti ég rafhlöðutengjunum saman, (Líklega, mundi það þó óljóst). Nógu gott samband til að prófa án þess að mótorinn væri í gangi... Svo gleymdi ég auðvitað að þrýsta þeim almennilega saman fyrir flug, þannig að viðnámið milli snertiflatanna var í hærra lagi, nóg til þess að tengið ofhitnaði og tinið bráðnaði.
Sem sagt, gæta þess að þrýsta tengjunum vel saman!
Re: high amp connectors
Póstað: 27. Maí. 2010 14:01:53
eftir hrafnkell
[quote=Haraldur][quote=hrafnkell]8mm bullet connectorar þola allt að 170 amper:[/quote]
Þó að tengið þoli allann þennan straum þá er ekki víst að lóðningin haldi.[/quote]
Ef lóðningin er góð og tengið þolir strauminn þá á tengið ekki að ná að hitna það mikið að tinið bráðni.