Síða 1 af 1

Re: Svampskurður

Póstað: 13. Mar. 2006 16:43:35
eftir Ingþór
Er einhver með góða leið til að skera svampin nákvæmlega í form? ég er að tala um svampin sem er inni í gæða töskum og sumir nota til að pakka inn móttökurum.

ég vil ná fullkomnum skurði ekki svona kropp

Re: Svampskurður

Póstað: 13. Mar. 2006 20:25:54
eftir Björn G Leifsson
Þú færð þér CAD teikniforrit, mælir og teiknar í þrívídd holuna sem þú villt fá út.
Kaupir þér CNC fræsiborð og á það sérstakan spampskurðarbúnað. Lest leiðbeiningarnar. Æfir þig á svona 20 - 30 stykkjum þar til þú ert búinn að ná þessu fínu og restin er bara ánægja.

Nei í alvöru. Ég held það sé ekki auðvelt að ná þessu fríhendis nema með mjög beittum verkfærum og þokkalegri lagni.
Hárbeittur skurðhnífur til að taka útlínurnar og svo finna svona gamaldags, mjúk rakvélarblöð sem hægt er að beygja í U fyrir áhald til að greypa úr holunni. Svo er bara að æfa sig og prófa sig áfram.
Gæti verið flott að fara í vefnaðarvörubúð (getur sett á þig gerfiskegg, sólgleraugu og barðastóran hatt svo enginn þekki þig) og kaupa svona mjúkt og fínt, glansandi satín-tau. Svo þegar þú ert búinn að skera út þokkalega holu fyrir bling-sendinn þinn þá leggurðu satínið til þannig að það líti dauð-prófessíonellt út. Gætir tillt því þar sem þarf með því að stinga í gegnum svampinn á nokkrum stöðum með tvinna í sama lit og pappabút á móti .

Önnur aðferð er að nota fullt af svamp-þynnum og skera ´út hverja þeirra í form þannig að þegar þær eru svo lagðar hver ofan á aðra þá myndist flott hola, formuð nokkurn vegin fyrir það sem í hana á að fara.
Kannski hægt að fá svoleiðis í hæfilegum stífleika í lystadún eða hvar það nú er sem svampur fæst í dag.

Leyfðu okkur að sjá hvernig þetta endar :)

Re: Svampskurður

Póstað: 13. Mar. 2006 23:11:27
eftir Ingþór
Jámm, svamp-þynnu aðferðin svokallaða virðist sú sniðugasta, annars er ég bara að spá í að auka við notagildi senda töskunnar og grunar að ég þurfi bara að fá alveg nýjann svamp til að þynnuskera, sem þýðir að ég geri sennilega aldrei nett í þessu.