Síða 1 af 2

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 19. Mar. 2006 15:26:59
eftir Þórir T
Er alltaf að vandræðast með vængrör í þeim vélum sem eru með slíkt,
þeas álrör sem rennur í pappahólk inní vængnum.
Þetta er einhvað svo stíft alltaf að ég bíð bara eftir stóra brakinu þegar allt gefur sig...
Veit einhver um einhvað "sleipuefni" sem gæti hentað í þetta, samt án þess að gera rörið sjálft þannig að ekki sé hægt
að snerta það nema í hönskum... :-)
Veit um fleiri í þessum vandræðum, einhver prófað að nota grafít? að vísu frekar sóðalegt....


kv
Tóti
Selfossi

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 19. Mar. 2006 18:21:38
eftir Björn G Leifsson
Hefurðu spurt í apótekinu? ;)

Afgreiðslustúlkan trúir þér ábyggilega ef þú útskýrir hvað þú ætlar að nota það í...

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 19. Mar. 2006 18:37:52
eftir Sverrir
Verðurðu var við stífleika allann tímann eða bara þegar seinni vængnum er smeygt upp á?

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 19. Mar. 2006 18:44:44
eftir Björn G Leifsson
Sverrir!!!....

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 19. Mar. 2006 19:52:31
eftir Þórir T
veit ekki hvernig ég á að útskýra það fyrir stúlkunni í apótekinu, að trúlega sé vandamálið það að rörið sé of stórt!

þetta er bara stíft í báða vænghluta...

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 19. Mar. 2006 21:15:44
eftir Björn G Leifsson
Kannski spurning um að gera þ...öh... stinga rörinu oftar inn ????

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 20. Mar. 2006 21:14:14
eftir Agust
Eru menn eitthvað að stíga í vænginn hér ?

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 23. Mar. 2006 13:45:32
eftir Árni H
:lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol:

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 3. Apr. 2011 10:27:26
eftir Agust
Fékk Þórir eitthvað vitrænt svar við spurningu sinni?

Ég er að vandræðast með koltrefjarör og pappahólk í væng. Rörið er svo stíft að ég er hræddur um að laska vænginn þegar ég er að bjástra við að setja vænginn á og taka hann af.

Þetta hlýtur að vera vel þekkt vandamál...

.

Re: Vængrör - sleipiefni

Póstað: 3. Apr. 2011 13:30:29
eftir Sverrir
Getur pússað rörið með fínum sandpappír.