Ultimate BEC truflar

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Ultimate BEC truflar

Póstur eftir Agust »

Í allmörg ár hef ég verið með Ultimate-BEC í Fun-Time svifflugunni minni. Sjá:

http://www.hobby-lobby.com/ubec.htm

Ég hef aldrei orðið var við truflanir frá þessum búnaði sem breytir 14 volta spennunni frá mótorbatteríinu í 5 volt fyrir móttakara og servó.

Þar til um síðustu helgi, þá fór vélin skyndilega í jörðina. Skömmu áður en hún fór niður varð ég var við truflanir og óstöðugleika. Fór með vélina í bæinn og límdi smávegis. Ýmislegt benti til þess að viðtækið væri bilað. Skipti um það, en veruleg truflun var enn, en það fann ég með því að prófa með sendinum án loftnets.

Eftir nokkrar tilraunir frór grunurinn að beinast að U-BEC. Frátengdi það og setti 4,8 V rafhlöðu í staðinn. Engin truflun!

Það sem er merkilegt er að þetta U-BEC hefur verið alveg án vandræða í mörg ár.

Líklega mun ég lóða saman lítinn batterípakka með AAA Eneloop rafhlöðum og nota hann í stað UBEC. Það hefur líka þann kost að þá má aðalrafhlaðan bila. Þessar rafhlöður eru 800 mAh sem nægir vonandi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara