Síða 1 af 2
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 23. Mar. 2006 23:15:40
eftir Þórir T
Sælir
Mér finnst það tilraunarinnar virði að prófa að nota einn þráð hér til að koma á framfæri tilkynningum, skilaboðum nú eða bara fréttum af starfsemi félagsins.
Það sem ber hæst á góma núna er það að á aðalfundi í síðasta mánuði, þeas febrúar, þá var ákveðið að hafa árgjald klúbbsins óbreytt.
Einnig voru kosnir nýjir menn í stjórn.
Næsta mál sem jafnframt verður ítrekað á næsta fundi, þeas síðasta sunnudaginn í mars, er varðandi greiðslu félagsgjalda fyrir starfsárið 2006-2007.
Félagar skulu vera skuldlausir þann 1.maí næstkomandi óski þeir eftir því að vera tryggðir og hafa aðgang að flugvelli félagsins.
Sú nýbreytni verður núna að félagið hefur látið útbúa vandaðar merktar derhúfur með merki félagsins sem skuldlausir félagar munu fá um leið og árgjaldið hefur verið greitt. Langar mig til að benda á gjaldkera félagsins, Einar Rúnar í síma 862-1865 varðandi uppgjör.
Gaman væri að fá álit manna á því að halda úti einum svona þræði..
Með bestu kveðju
Þórir Tryggvason
Formaður Flugmódelklúbbsins Smástundar
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 23. Mar. 2006 23:38:14
eftir Ingþór
Mér þykir þetta góð hugmynd hjá þér, og notaðu alltaf sama þráðin, þannig er hægt að sjá þróunina

ég svo sannarlega vona að fleyrri félög taki ykkur sér til fyrirmyndar og birti fréttir af félagi sínu í spjallþræði
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 23. Mar. 2006 23:50:26
eftir Sverrir
Aldrei að vita nema við skellum upp sér horni og til hamingju með kosninguna.
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 24. Mar. 2006 10:46:09
eftir Gaui K
lýst bara nokkuð vel á þennan þráð og gaman verður að fylgjast með þessu framtaki.Best að borga árgjaldið strax mig langar í svona húfu!
Gaui k.
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 25. Mar. 2006 22:50:08
eftir Þórir T
Takk fyrir góð viðbrögð, mér fannst bara að þetta væri það minnsta sem hægt væri að gera, nauðsynlegt að hafa einhvern smá samastað fyrir svona innskot úr starfseminni. Nú er bara að virkja sem flesta félaga nýja sem gamla inná spjallið, ég veit það fyrir víst að sumir hafa lent í einhverjum smá hremmingum með að innskrár sig og finnst þetta flókið, misjafn hvað svona mál eru opin fyrir mönnum, því þarf núna að leggjast á eitt með að hjálpa mönnum að græja sig hér inná spjallið svo sem flestir geti verið með. Því fleiri því skemmtilegra...
Með kveðju
Tóti Formaður
PS meira hvað er mikið kalt í svona norðanátt eins og geysar núna... og svo er voðaleg ferð á logninu... :-/
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 26. Mar. 2006 21:58:02
eftir Þórir T
Fréttir af fundi sem haldinn var þann 26. mars 2006.
Þessi fundur var fámennur en góðmennur, tel ég skýringuna liggja í því hversu skrítin staðsetning var á þessum sunnudegi á dagatalinu...
Létt spjall yfir kaffibolla og komandi sumar rætt.
Trúlega verður apríl fundurinn haldinn í einhverjum velvöldum bílskúr, því fundarsalurinn verður trúlega upptekinn vegna fermingarveislu.
Gjaldkeri lofar að setja reikningsnúmer félagsins hér inn á þennan þráð, þá geta menn gert upp í gegnum heimabankann sinn..
með kveðju
Tóti Formaður
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 27. Mar. 2006 00:07:22
eftir Pitts boy
Sælir Smástundar félagar og aðrir félagar.
Á fjölmennum fundi Þar sem fjórðungur félagsmanna smástundar mætti á í kvöld sunnud.26/3´06 var ég beðinn að setja inn reikningsnúmer og kennitölu klúbbsins til að menn geti lagt þar inn félagsgjald fyrir 2006 og það kemur hér á eftir.
Félagsgjald 2006 er 10,000,-kr.
Reikn. nr: 325-26-1864
Kt: 680203-3420
Ég vona að menn bregðist skjótt við og greiði félagsgjaldið inn á reikninginn. (sem er alveg briiljant að gera vegna þess að þá þurfum við að skrifa færri gíróseðla og getum kannski bara verið að smíða flugmódel það kvöldið í staðinn

)
Mér líst bara stór vel á þetta framtak Þóris og vonandi koma menn til með að níta sér þennan þrá til að koma inn skila boðum til félagsmanna.
Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 27. Mar. 2006 09:07:00
eftir Sverrir
[quote=Pitts boy]PS: ég er gjaldkeri

ekki lukkutröll

[/quote]
Er þetta aðal „pikköp“ línan þarna fyrir austan

Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 28. Mar. 2006 11:35:25
eftir Pitts boy
Já en það er svoldið síðan hún var notuð síðast

Re: Smástund - Tilkynningar
Póstað: 30. Mar. 2006 23:28:33
eftir Þórir T
Glænýjar fréttir frá Eyrabakka:

Með snarræði slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu tókst að forða því að sinueldur í nánd við flugvöll félagsins bærist
bæði í vallarsvæðið og í flugstöðvarbyggingarnar. Svo virðist sem einhver hafi kveikt þarna viljandi eða óviljandi sinuelda í nánd við gámasvæði
Sveitarfélagsins sem er mjög nærri flugvellinum. Aðstæður voru mjög slæmar, mikill vindur og mikil sina. Ljóst er að ekki mátti miklu muna svo illa færi,
bæði yrði ógeðslegt í meira lagi að vera með módelin okkar á brenndu sinusvæði, húsin hefðu hæglega getað eyðilagst og einnig girðingar.
Svæðið sem brann er um 1 1/2 hektari að stærð.
Með kveðju
Tóti
Formaður ( og auðvitað slökkvilðsmaður )