Síða 1 af 1

Re: Ultra-Hots

Póstað: 1. Apr. 2006 11:12:38
eftir Agust
Anno domini 1990 smíðaði ég Ultra-Hots eftir teikningu í MAN. Allir, sem eru menn með flugmönnum vita hvað MAN er. Eins og kötturinn á hún níu líf og er nú að endurfæðast einu sinni enn. Eins konar Karma.

Ég var bara að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja inn einhverjar myndir af gripnum, myndir sem spanna hálfan annan áratug. Sumar frá síðustu öld. Er það kanski of mikið?

Re: Ultra-Hots

Póstað: 1. Apr. 2006 12:44:49
eftir Björn G Leifsson
MAN er blaðið sem sannir flugmódelmenn taka með sér á klósetið :D

Re: Ultra-Hots

Póstað: 1. Apr. 2006 15:01:43
eftir Sverrir
Ekkert er of mikið þegar kemur að módelum, ;)

Re: Ultra-Hots

Póstað: 1. Apr. 2006 20:32:43
eftir Þórir T
myndir, endilega!!!!!!

Tóti

Re: Ultra-Hots

Póstað: 1. Apr. 2006 21:18:58
eftir Björn G Leifsson
Hint: Myndasafn módelmanna. Þar eiga uppáhaldsmyndirnar okkar heima.

Re: Ultra-Hots

Póstað: 2. Apr. 2006 15:36:22
eftir Agust
Mynd

Svona leit Ultra-Hots út í árdaga. Mótor var Zenah G38. Módelið lenti í gríðarlegu krassi á Kvartskalamóti á Sandskeiði, etv. um 1992.


Mynd

Módelið var lagfært eftir krassið og Zenoah G62 settur í stað G38 sem eyðilagðist í krassinu.


Mynd

Ultra-Hots dregur 5 metra svifflugu Steinþórs á loft.


Mynd


Mynd

Sumarið 2000 brotlenti módelið í kvartskala-fjallinu okkar við Hamranesflugvöll. Skrokkurinn brotnaði í tvennt og vængurinn laskaðis illa. Svona leit Ultra-Hots út í gær, 1. apríl. Módelið var orðið fótafúið og er hér komið á koltrefjafætur, eins og fást hjá Össuri. Kviðurinn hefur þanist dálítið út, en það var gert með vilja til þess að auðveldara væri að koma fyrir stærri bensíntanki og stjórnbúnaði.

Ultra-Hots hefur aldrei þótt fallegt flugmódel, en hefur samt einhvern sjarma. Í mínu tilviki er þetta gamall vinur sem hefur veitt mér ótal ánægjustundir. Ég hef ekki tölu á fjölda fluga, en þau eru orðin æði mörg.