Síða 1 af 1
Re: Takk fyrir skemmtilega flugsýningu
Póstað: 10. Júl. 2010 18:13:52
eftir Agust
Bestu þakkir fyrir mjög ánægjulega flugsýningu í dag á Tungubökkum. Sýningin tókst mjög vel þrátt fyrir veðrið og greinilegt að gestir höfðu mikla ánægju af.
Merkilegast þótti mér að sjá litlu svifflugu-þotuna fljúga. Menn hafa verið að fljúga 2D og 3D, en er þett ekki 4D? Ég sá nefnilega ekki betur en Ali flygi inn og út úr fjórðu víddinni
Re: Takk fyrir skemmtilega flugsýningu
Póstað: 10. Júl. 2010 19:08:14
eftir ingohaf
Tek undir með Ágústi, stórkostleg skemmtun. Gaman fyrir þá sem komu að þessu hvað mætingin var góð þrátt fyrir veðrið. Held að það verði langt í að Tungubakkar verði jafn þétt setnir.
Re: Takk fyrir skemmtilega flugsýningu
Póstað: 10. Júl. 2010 19:21:02
eftir Eysteinn
Steinþór Formaður Þyts vill sömuleiðis þakka öllum sem komu og áttu góða stund með okkur. Þrátt fyrir að veðrið gerði þetta okkur svolítið erfitt fyrir þá eru flest allir á því að þetta hafi heppnast ákaflega vel. Gróflega er talið að um 2000- 3000 manns hafi komið á Tungubakka.
Ali vinur okkar vill endilega sýna okkur meira af því sem hann hefur upp á að bjóða og því hvetur hann alla sem áhuga hafa á að sjá sig fljúga að koma upp á Tungubakka á morgun(Sunnudaginn 11.Júlí) milli klukkan 13-15 og sjá hann gera listirsýnar. Á mánudagsmorgun fer hann aftur til Englands. Næstu helgi verður hann með atriði á flugsýningu og þar er gert ráð fyrir um 160.000
manns.
Kveðja,
Eysteinn