04.04.2006 - Ný vél frá Ripmax

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 04.04.2006 - Ný vél frá Ripmax

Póstur eftir Sverrir »

Ripmax hefur sett nýja vél á markaðinn, DH-88 Comet sem margir kannast eflaust við, Steve Holland á t.d. eina sem er örlítið stærri.

Vænghaf er 223,5 cm, lengd er 150 cm, vélin þarf tvo mótora, tvígengis .32-.40, fjórgengis .52 eða brushless rafmagnsmótora. Sex rása fjarstýringu með blöndu af hefðbundnum og micro servóum þarf til að stjórna gripnum. Einnig er hægt að versla uppdraganlegan hjólabúnað fyrir vélina.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 04.04.2006 - Ný vél frá Ripmax

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þú meinar þessa:

Mynd

Magnað módel... virðist sem fleiri og fleiri séu að setja á markað svona stóra og flotta skalamódel-arfa sbr sprengjudreifarann þinn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 04.04.2006 - Ný vél frá Ripmax

Póstur eftir Sverrir »

Stemmir, ein verksmiðja í Kína, margir seljendur.
Icelandic Volcano Yeti
Svara