Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hér verður haldið áfram umfjöllun um Farmhand 90 módelin.

Þar sem ég þykist ráða þessu, þá hef ég ákveðið að módelið skuli á íslensku heita "Fjósamaður" með stóru F-i. Það líkist enska nafninu, fer vel í munni og á vel við hið klassíska hlutverk fyrirmyndarinnar, að starfa við áburðardreifingu. Hugmyndina að nafninu á Ágúst, sem nú er einn af eigendum svona spýtnastafla.
Gaui má reyndar alveg halda áfram að slá um sig og segja "Farmhand" upp á útlensku.

Í fyrri þræði var umræða um "kittið" og úr varð að panta átta stykki sem fengust með nokkrum afslætti. Nú eru þær allar komnar í hendur eigenda sinna og sjálfur hef ég verið að stelast til að líma eina og eina spýtu þrátt fyrir hörð mótmæli konunnar sem vill frekar hafa mig úti í góða veðrinu. Það er svo sem nokkuð til í því.

Ég fór up á Sandskeið í gær, bæði til að fara í smá flugtúr og svo myndaði ég TF-MEL, Piper Pawnee sem er eins og fyrirmynd að Fjósamanninum okkar.
Datt í hug að hafa hana sem fyrirmynd að útliti. Auðvitað er þetta ekki skalamódel en líkist þó. Sérstaklega var ég að velta fyrir mér hjólastellinu. Kannski best að smíða undir hana??
Svo er spuring hvort maður breytir stélinu??

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Þetta eru flottar myndir af fjósamanninum :)

Ég á ónotaðan ZG62 sem ég keypti fyrir áratug hjá RC-módel. Ég hef aldrei komið því verk að smíða utan um hann. Ég hafði smá áhyggjur af því að hann væri etv. of fyrirferðarmikill fyrir Fjósamanninn, þó svo að Steve hafi notað svona mótor fyrir gulu vélina sína. Ég mældi því upp eldvegginn og rændi málsettri mynd frá Toni Clark. Rissaði síðan upp mynd með MS-Visio og reynda að halda öllum málum réttum.

Myndina má sjá hér: http://agust.net/rc/farmhand90/Farmhand--ZG62.pdf (Mynd leiðrétt kl. 13:19)

Það ber ekki á öðru en Steve hafi haft þennan mótor í huga þegar hann hannaði Fjósamanninn, því hann smellpassar. Líklega mun ég hafa 90° beygju á blöndungnum og taka innsogsloftið frá skrokknum, þó það sé ekki sýnt á myndinni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir HjorturG »

Ágúst, á ekki eftir að taka tillit til right thrust á þessari mynd? Mótorinn færist þá eflaust örlítið til hægri þótt propshaftið haldist á sama stað og pústið stingst þá aðeins út úr cowlingunni..?
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Jú Hjörtur. Ég var einmitt að spá í það...

Hér er langur þráður um Crop-Duster R/C sem spannar yfir 62 síður og 6 ár:
http://www.rcuniverse.com/forum/m_16392 ... ey_/tm.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Varðandi sidethrust:

Á enska spjallinu http://www.rcmf.co.uk/4um/index.php?topic=62077.30 þar sem Steve Holland er m.a þáttakandi stendur eftirfarandi um side- og downthrust.

Steve Holland birtist þarna í restina og gerir ekki athugasemdir við spurninguna frá Steve og svarið frá frá Richard.


Title: Re: 90inch span farmhand
Post by: flysteve on February 08, 2010, 17:49:10 PM
Hi guys, I'm just about to start building my Farmhand, using my first petrol engine (DLE55).

Having watched the DVD a couple of times it occured to me that there is no mention of side or downthrust for the engine, any thoughts on this would be welcome. also if either is used how did you achieve it.

Look forward to your replies.

Steve


Title: Re: 90inch span farmhand
Post by: ml407 on February 08, 2010, 21:55:46 PM

Dont change the thrust line on the model it fly's fine. The engine is bolted straight on the firewall. No down or side thrust is needed.

Richard


Title: Re: 90inch span farmhand
Post by: flysteve on February 09, 2010, 16:32:01 PM
Thanks Richard, that makes life a lot easier.

Steve


Title: Re: 90inch span farmhand
Post by: Comet50 on February 09, 2010, 22:54:58 PM
Hi Guys

Anyone wanting to see a picture of a Farmhand can look on youtube for a video of the prototype in the snow.

Look for Farmhand model plane in the snow and you will see one in action.

Cheers Steve (Farmhand) Holland
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Kjartan
Póstar: 83
Skráður: 22. Nóv. 2008 01:44:20

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Kjartan »

Sælir

Fjósamaður eða Bústólpi, skipir ekki öllu, aðal málið er að smíða og fljúga.

Þegar maður fær spítur í kassa, verður maður að opna kassann skoða og byrja að líma.
Ég sótti minn pakka til Guðjóns á laugardaginn, og byrjaði að líma á sunnudag.

Eins og sýnt er á myndbandinu límir maður fyrst saman langhliðarnar og síðan 6mm balsalista að ofan og neðan, að innanverðu.

Mynd

Næst á að taka miðjustykkið FC og líma við F6, fella síðan við skrokkhliðina.
Þá byrjaði vandamálið. Passar ekki

Mynd
Þetta er mynd sem Guðjón tók og sendi Steve
FC platan er 3mm of löng
Til að redda þessu sagaði ég 3mm framan af, 2mm fyrir næsta rifi og 1mm fyrir aftasta.
þá passaði allt saman.
Síðan var bara að raða öllum skrokknum saman samhvæmt leiðbeiningum.

Mynd

Síðan var það mótor búkkinn.

Mynd

Þar kom líka upp smá vandamál, af því að ég var búinn að stytta plötuna FC.
Rifa myndast við rif F3

Mynd

Skar ég þá af mótor búkkanum smá fleig 3mm að neðan - og í 0 að ofann, þá passaði allt

Mynd
Mynd

Meira síðar
Kjartan
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Óli.Njáll »

Allveg er þessi dreifbýlishugsun og sveitamennska ykkar til fyrirmyndar, flott framtak :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Af því að ég er að hlaupa í smíðina milli annarra verka þá hef ég ekki verið að hugsa um myndavél eða smíðalýsingar fyrir ykkur. É hef nú líka fylgt að mestu góðum leiðbeiningum herra Hollands svo litlu hefur verið við að bæta. Ég prófaði þó um daginn að taka fram víðjóvélina og mynda smávegis. Árangurinn er nú ekki neitt sérstakur enda komst ég að því að það er ekkert heppilegt að ganga til slíkra verka án undirbúnings og eiginlega best að útbúa handrit og æfa stykkið nokkrum sinnum.
Ojæja...
Best að láta þetta vaða. Kannski einvher geti haft eitthvað gagn af því.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Hér er minn Fjósamaður (flott orð - er alveg sáttur við það, enda embætti sem ég gegndi í æsku) í fyrradag. Eg notaði laser sem sonur minn á til að athuga hvort stélið dettur ekki beint saman. Ég teiknaði miðjulínu á rifin og stillti svo Lasernum upp fyrir aftan þannig að hann kom við öll rifin. Þráðbeint.

Mynd

Mynd

Bæ ðö vei, Steve er ekki enn búinn að svara vegna þessa misgengja hjá okkur Kjartani - ég gerði eins og hann, en mótorkassinn passaði bara fínt hjá mér.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég er að velta fyrir mér hvort stélið hjá mér hafi leitað til annarrar hliðar vegna þessa misgengis í framendanum?
Ég fann að ég þurfti að "nauðga" þessu til þegar ég setti framendan saman og hélt að það væri bara fyrir klaufaskap í mér. Svo þegar kom að afturendanum þá sá ég strax að hann vildi alltaf leita til vinstri, þess vegna stillti ég þessu svona upp eins og ég sýni í myndbandinu. í næstsíðustu færslu. Það dugði til að fá skrokkinn beinan
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara