Öryggismál

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öryggismál

Póstur eftir Agust »

Í tilefni þess að fundur Þyts 6. apríl verður tileinkaður öryggismálum datt mér í hug að stofna þráð helgaðan málinu.

Björn Geir mun væntanlega fyrst og fremst fjalla um fyrstu viðbrögð við slysum. Slys verða án fyrirvara, jafnvel þó fyllsta öryggis sé gætt. Það er þó hægt að minnka líkur á slysum með fyrirhyggju og skynsemi. Hvernig væri að safna á einn stað ábendingum um hvað betur mætti gera í þessum málum?

Það mætti til dæmis fjalla um varúðarráðstafanir við gangsetningu mótors, flug vængjaðra véla og þyrla, flug á mótum, umgengni nærri módelum sem eru í gangi ... og fleira sem mönnum dettur í hug. Það mætti gjarnan krydda málið með reynslusögum, því margir okkar hafa sloppið með skrekkinn og kunna væntanlega frá ýmsu að segja.

Bestu kveðjur
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öryggismál

Póstur eftir Agust »

Þar sem ég opnaði umræðuna ætla ég að ríða á vaðið og fjalla um gangsetningu mótora. Sjálfsagt höfum við flestir gangsett mótor án þess að nokkur aðstoði við að halda í módelið. Þá má lítið út af bera. Í fyrra fjárfesti ég í einfaldri grind sem heldur í módelið meðan verið er að bjástra við það. Ég keypti það hjá Tower-Hobbies.

Ég hef töluvert notað græjuna, sérstaklega þegar ég er að fljúga einn. Reyndar kom það fyrir s.l. sumar að minnstu munaði að illa færi. Rétt fyrir flugtak drapst á mótornum og í kæruleysi nennti ég ekki að labba 10 skerf til að skorða módelið. Mótorinn var rétt kominn í gang þegar eitthvað rakst í fjarstýringuna þannig að módelið æddi áfram með mótorinn á fullu og stefndi á mig miðjan. Það var bara glópaláni að þakka að mér tókst að grípa í módelið og komast hjá harakiri.

Á myndinni má sjá módelið skorðað.

Mynd


Væri ekki ráð að koma einhverju svona fyrir á módelflugvöllunum, og þá búnaði sem ekki er auðveldlega hægt að fjarlægja?


Þetta er ódýr trygging. Ætli svipuð græja fáist hér á landi?

http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXAR03&P=K

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Öryggismál

Póstur eftir Þórir T »

Stórsniðug umræða Ágúst...

Við erum búnir að vera með svona búnað á okkar ágæta flugvelli á eyrabakka, Mundi smíðaði það nú bara, og þróaði það meira að segja þannig að hægt
væri að losa annan legginn.
Með því móti er hægt að losa stærri módel úr standinum þegar þau eru komin í gang, án þess að eiga það á hættu að reka spaðann í jörðina...

mbk
Tóti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Öryggismál

Póstur eftir Ingþór »

Já, þetta er góð umræða.
Með þyrlur þá er málið ekki allveg svo einfalt að það sé hægt að bara festa hana niður, og það getur verið hættulegt að ræsa með gjöfina í botni.
Þetta á sérstaklega við þegar mótorinn er ræstur í fyrsta sinn þar sem það er ekki hægt að sjá inn í blöndunginn. Það sem ég hef þá gert er að blása inn um pústið með gjöfina í botni og snúa sveifarásnum smá og beðið eftir að ég nái að anda út (eða reyndar sýg ég svo ég blási ekki raka inní mótorinn) og þá dreg ég inngjöfina niður og sé hvort það cutti ekki á flæðið.
Svo þegar búið er að stilla mótorinn þá ræsi ég alltaf með 'Throttle hold' á, en það er stilling sem kúplar throttle servóið frá throttle stickinu á stýringunni og heldur gjöfinni fastri í hægagangi, og þanig hef ég hana líka á meðan ég geng með vélina á flugtaksstað, þannig að ef ég missi stýringuna eða rekst í inngjöfina þá hefur það ekki áhrif á throttle servóið og sem læsir þá ekki kúplingunni sem snýr þá ekki blöðunum þegar ég er með gripinn í fanginu.

Throttle hold er mjög sniðugur öryggis-fídus í módelþyrluflugi og ættu allir ábyrgir þyrlaðir módelmenn að temja sér þann vana að kveikja ávalt á því ef eitthvað fer alvarlega úrskeiðis (sem kemst þó vonandi ekki í vana) og á það sérstaklega við ef módelið stefnir á fólk.

Ég hef lesið um 90 þyrlu sem missti tail control í lágu flugi og stefndi beint á 8 ára stúlku sem fraus af ótta þegar hún sá þyrluna í þessum óeðlilega ham, stór og mikill maður sem stóð hjá sá í hvað sefndi og ákvað að stíga í veg fyrir þyrluna stóru og verja barnið með því að fá þyrluna í bakið, flugmaðurinn (sem í þessu tilfelli var keppnismaður og kona) setti í throttle hold. Eftirá skýrði maðurinn frá því eftirá að hann heyrði hvernig verðandi sársauki minkaði með hverju sekúndubroti sem leið þartil gripurinn 'lenti' á baki hanns. Hann losnaði af sjúkrahúsi eftir örfáa daga.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öryggismál

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Takk fyrir fínt innlegg Ingþór.

Það sem mér dettur í hug núna þegar maður les þetta og er að undirbúa smá predíkun í kvöld á félagsfundi, er að koma á "flugskírteini" sem tryggi að sem flestir flugmenn séu búnir að fara í gegnum "skóla" þar sem mikið af áherslunni er á öryggismálin. Mætti kalla það bóklega hlutann af flugmódelskírteini. Þetta þarf ekki að vera neitt stórvirki.
Í Svíþjóð tók ég svokallað "Pistolkort" sem er hreinn öryggisskóli fyrir skammbyssu-íþróttamenn. Svo fékk maður svona spjald eins og kredítkort sem gefur manni ákveðin réttindi. Það var valfrjálst þá en ég veit að það stóð til að gera það að skyldu í framhaldinu.
Við gætum búið til skóla/námskeið sem menn færu í á veturna, segjum 2 - 3 kvöld þar sem farið er í gegnum helstu hættur og aðferðir til þess að auka öryggið og tekin dæmi bæði sem við söfnum okkar á milli og af vefnum þar sem nóg er af slysasögum.
Gætum byrjað þannig að útbúa 4 - 5 manna hóp valinkunnra og reyndra manna sem þekktir eru að vandaðri umgengni (sem sagt ég slepp :D), sem ynni að undirbúningi og útbyggi kennsluefni og próf. Svo væru þeir sjálfkrafa með réttindi til að stýra fyrsta námskeiðinu og prófa.
Fyrst yrði prófið að vera valfrjálst, síðar mætti gera það að skilyrði að td. vera búinn að taka það eftir annan veturinn í félaginu.

Hvað finnst ykkur????
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Öryggismál

Póstur eftir Ingþór »

Ég bjó líka í sverige, ég elska reglur, ég held þetta sé besta mál, og fínt að hafa þetta valfrjálst en skilirði til að tildæmis taka þátt sem pílóti á flugsýningu, ég meirasegeja bíð mig fram í undirbúningsnefnd!
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öryggismál

Póstur eftir Agust »

Slæmt að komast ekki til að hlusta á prédikunina vegna flensu...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Öryggismál

Póstur eftir Sverrir »

Ef þú hringir í mig Ágúst þá get ég haft símann á borðinu hjá Birni ;)

Þetta er alla veganna eitthvað sem má að skaðlausu skoða, Bretarnir eru t.d. með sitt A og B próf fyrir flugvélar og þyrlur, C próf nýkomið fyrir fastvængjur. Þar er nemandinn spurður út í ýmis atriði samhliða verklega prófinu en þó er jafnframt fylgst með undirbúningi fyrir flug og hvernig nemandinn ber sig að við að ræsa módelið. Margir klúbbar þarna úti miða við A próf til að menn geti flogið án aðstoðar. Yfirleitt er gerð krafa til þess að menn séu með B próf eða LMA próf til að mega fljúga á stóru sýningunum í Bretlandi.

Gerð var heiðarleg tilraun árið 1999 til að stofna samráðsnefnd um öryggi/öryggismál í módelflugi en hún komst aldrei af stað því miður.

Annars er eitt sem „skortir“ hér á landi miðað við önnur lönd sem eru með svona hæfniskerfi, eða jafnvel bara módelflug yfir höfuð, en það er aðilinn sem úthlutar og heldur utan um viðkomandi réttindi, t.d. British Model Flying Association(BMFA) í Bretlandi, RC-unionen í Danmörku, Noregi og svo auðvitað Svíþjóð svo nokkur séu nefnd. Lítið gagn er að svona kerfi ef ekki eru allir með, held að við getum verið sammála um það, annars þarf náttúrulega að byrja einhvers staðar og sjá hvort fleiri fylgi. Spurning hvort það megi ekki íhuga að hafa samráð um þetta milli módelklúbba landsins.

Það er svo aftur á móti efni í aðra umræðu afhverju við erum ekki með landssamtök módelmanna, er það vegna smæðar eða út af einhverjum öðrum orsökum, þurfum við yfir höfuð landssamtök, kostir, gallar o.s.frv.

Jæja látum þetta duga í bili, sjáumst í Garðabænum í kvöld.

PS
Takið eftir því hvað Þröstur er frægur í útlöndum, þeir eru með vélina hans á forsíðunni hjá BMFA :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Öryggismál

Póstur eftir Ingþór »

er ekki hægt að líta á Flugmálafélag íslands sem einskonar landssamtök?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Öryggismál

Póstur eftir Sverrir »

Það mætti kannski gera það, en þá þyrftu líka allir módelmenn að fá aðgang að þeim, í dag geta einungis klúbbar og samtök gengið í Flugmálafélag Íslands(FMÍ), og ef við höldum áfram að miða við hvernig þetta er út í heim þá ættu þeir sjá um tryggingarnar fyrir okkur og margt fleira skemmtilegt sem er ekki að gerast í dag.

Það er t.d. ósköp lítill ágóði fyrir félag eins og Flugmódelfélag Suðurnesja að ganga í FMÍ, meirihluti félagsgjalda og ríflega það færi í að borga fyrir FMÍ aðild, svo á eftir að borga tryggingar og reka flugvöllinn, það sjá allir að það gengur aldrei upp. Þytur er t.d. með hærri tekjustofn en önnur flugmódelfélög á landinu samt er FMÍ gjaldið stór biti af kökunni. Þetta var t.d. mjög vinsælt deilumál á árum áður hvort að Þytur ætti að vera í FMÍ, helsti mótrökin voru þau að til þess að geta haldið Íslandsmót í módelgreinum og sent menn á mót erlendis þurfti Þytur að vera aðili að FMÍ, sem er nokkuð sterkur punktur út af fyrir sig, svo er bara spurning hversu margir hafa verið sendir út eftir þessu fyrirkomulagi og hvort það skipti yfir höfuð einhverju máli þegar verið er að ræða þessi mál.

Er þá ekki alveg eins gott að stofna landssamtök módelmanna og fá aðgang að FAI í gegnum þau?

Ég er alls ekki að segja að FMÍ séu slæm samtök þau gera margt gott en grundvöllurinn fyrir því að hafa þau sem landssamtök finnst mér því miður alls ekki nógu traustur!
Icelandic Volcano Yeti
Svara