Aprílfundur Þyts var haldinn í gærkvöldi í Garðarskóla. Kvöldið snerist að mestu um varnir og viðbrögð við slysum og einnig listflug.
Dr. Björn G. Leifsson hóf dagskrána með því að ræða um fyrstu viðbrögð og aðgerðir vegna slysa ásamt því sem hann tók létta umfjöllun um skyndihjálp og benti mönnum á hvernig þeir gætu komist á skyndihjálparnámskeið. Óhætt er að mæla með því að allir taki slík námskeið því það er of seint að ætla að gera það þegar þörf er á kunnáttunni. Einnig var dreift veggspjaldi frá Rauða Krossinum og sýndar myndir frá nokkrum miður skemmtilegum slysum í þessum flokki. Endilega farið varlega út á velli og skiljið kæruleysið eftir heima.
Því næst tók Hjörtur G. Björnsson við og sýndi 3D listflug á Aerofly Proflug herminum en þar flaug hann Yak módeli sem var skreytt eins og stóra Extran hans Birgis.
Eftir hlé ætlaði Björgúlfur Þorsteinsson svo að fjalla um listflug og sýna átti myndband um listflug en fréttaritari var því miður farinn af svæðinu áður en það gerðist.
07.04.2006 - Aprílfundur Þyts
Re: 07.04.2006 - Aprílfundur Þyts
Icelandic Volcano Yeti