Síða 1 af 1

Re: 12.04.2006 - Páskafrí og kynning á innanhúsflugi

Póstað: 12. Apr. 2006 00:51:03
eftir Sverrir
Við tökum okkur smá frí yfir Páskana og snúum aftur að þeim liðnum. Vonandi eigið þið sem ánægjulegasta páska og njótið góðs veðurs. Passið ykkur bara á öllum páskaeggjunum, þyngdaraflið sýnir of þungum flugvélum enga miskunn.

Á morgun frá kl.16-20 verður haldinn kynning á innanhúsflugi í íþróttahúsi Breiðholtsskóla, gengið inn að austanverðu, og hvetjum við áhugasama til að mæta á staðinn og kynna sér málið. ModelExpress verður með rafmagnsmódel og aukahluti til sölu á staðnum. Nokkrir áhugasamir tóku smá prufukeyrslu í gærkveldi og má finna myndir af því inn á Myndasafninu.

Minnum á Vínarbrauðsmótið sem verður haldið nk. laugardag 15.apríl.