Re: Fornvélasýning - Wings´n Wheels
Póstað: 24. Ágú. 2010 23:07:22
Laugardaginn 28. ágúst milli klukkan 12 og 17 verður haldin fornvélasýning – Wings´n wheels á Tungubakkaflugvelli. Þar verða til sýnis gamlar flugvélar, fornbílar, gamlar dráttarvélar og gömul mótorhjól.
Elsta flugvél landsins, TF-ÖGN, verður til sýnis. Hún var hönnuð og smíðuð veturinn 1931 – 32 af Gunnari Jónassyni og Birni Olsen. Hún var gerð upp af Hinu Íslenska Flugsögufélagi, og lauk uppgerðinni árið 1986. Þetta er einungis í þriðja sinn sem hún hefur verið til sýnis almenningi en hún hékk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í um 20 ár.
Á staðnum verður boðið upp á léttar veitingar auk happadrættis þar sem vinningar eru útsýnisflug og listflug.
Aðgangur er ókeypis.
Elsta flugvél landsins, TF-ÖGN, verður til sýnis. Hún var hönnuð og smíðuð veturinn 1931 – 32 af Gunnari Jónassyni og Birni Olsen. Hún var gerð upp af Hinu Íslenska Flugsögufélagi, og lauk uppgerðinni árið 1986. Þetta er einungis í þriðja sinn sem hún hefur verið til sýnis almenningi en hún hékk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í um 20 ár.
Á staðnum verður boðið upp á léttar veitingar auk happadrættis þar sem vinningar eru útsýnisflug og listflug.
Aðgangur er ókeypis.