35% Yak 54

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir INE »

Snemma í vor þá tók ég þá ákvörðun að eignast Yak 54 og fyrir valinu varð vél frá Pilot-RC (http://www.pilot-rc.com) Í upphafi átti þetta að vera 26% vél með 30CC mótor en á endanum var hún orðinn að 35% vél með DLE 111 CC mótor.

Verksmiðjan er í Zhongshan borg í Kína. Þaðan fór hún á miðvikudegi til Hong Kong, á fimmtudegi fór hún í flugi til Leipzig í þýskalandi. Á föstudeginum fór hún yfir til Brussel í Belgíu þar sem hún hvíldi sig yfir helgina. Á mánudagsmorgni var hún komin til Islands og heim í hús daginn eftir:
Mynd

Ég tók mér góðann tíma í rannsaka hvaða útbúnaður myndi henta best fyrir það sem væri innannborðs í vélinni. Það voru ófáar spurningar sem ég hafði og vil ég nota fyrsta tækifæri til að þakka honum Sverri fyrir að vera mér til halds og trausts í öllu þessu ferli. Það er sama hvað ég spyr hann Sverri að, þá hefur hann svar eða getur beint mér í rétta átt. Þekking og reynsla annara er ansi dýrmæt. Sömuleiðis kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir að vilja vera Verkstjóri og Yfirsmiður samsetningarinnar.

Þetta varð fyrir valinu:

Móttakari: Spektrum AR9200 (http://spektrumrc.com/Products/Default. ... =SPMAR9200)

Servo: Hitec 7955TG (http://www.hitecrcd.com/products/servos ... 955tg.html)

Rafhlöður: Dualsky XP 4000 mAh (http://www.dualsky.com/main.asp?mainset=36)

Vélinni fylgdu engir hlífðarpokar fyrir stjórnfletina og voru þeir sérsaumaðir í Póllandi hjá Revoc (http://www.revoc.eu/wing-bags-p-163.html)

Á föstudags-eftirmiðdegi hófst síðan samsetningin:

Skrokkurinn kominn úr kassanum:

Mynd


Cowling, canopy og vængpokar:

Mynd


Carbon Fiber "hjólastell" skrúfað á:

Mynd


Stélhjól:

Mynd



Þó nokkur kúnst var að koma servoum inn í hæðarstýrin og átti undirritaður ekki alveg rétta skrúfjárnið en með framlengingu og fingrafimi hafðist það:

Mynd

Mynd

Mynd


Handlangaranum var refsað fyrir að hafa ekki átt rétta skrúfjárnið:

Mynd



Síðan var hafist handa aftur á laugardagsmorgni. Sverrir mætti með lóðunarstöðina sína. Allar framlengingar og tengi eru " hand made"

Mynd

Vinna hafin á vængjunum:

Mynd

Mynd

Fyrsta servoið komið í:

Mynd

... og hitt:

Mynd



Hornin límd með Hysol:

Mynd

Mynd

Hornin komin á halla og hæðarstýri og ál armar á servoin:

Mynd

Snyrtilega gengið frá:

Mynd



Innskot frá styrktaraðila:

Mynd



Rudder mátaður. Rudder er þannig hannaður að mjög auðvellt er að fjarlægja hann fyrir flutning. Losaðir eru 2 boltar og teinn dreginn úr:

Mynd


Fleiri myndir síðar...
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir Guðjón »

Til hamingju með vélina og gangi ykkur vel með hana. :)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir Gunni Binni »

Er þetta ekki vélin? Sú aftari.
Mynd
Mynd
kveðja og til hamingju
Gunni Binni
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir maggikri »

Flottir! Flott vél og vel valið INE. Enda með topp aðstoðarmann.

Gæti vel hugsað mér að fá mér eina svona þegar ég verð búinn að æfa mig nógu mikið í inniflugs 3D. Vel valið Sheme.

Gunni Binni! ertu þú á leiðini að fá þér svona Yak core frá Kína?

kv
MK
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir HjorturG »

Já nú líst mér á þig :D En mér sýnist Sverrir vera að gera alla vinnuna? Hvernig væri nú að hjálpa aðeins til? :D
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Þu þekkir ekki þetta, þetta er vinur i raun svona er frabært starf i modelheimum.
Flott model til hamingju INE og gangi ykkur vel
Kv
Einar
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir Jónas J »

Flott vél hjá þér.

[quote=HjorturG]Já nú líst mér á þig :D En mér sýnist Sverrir vera að gera alla vinnuna? Hvernig væri nú að hjálpa aðeins til? :D[/quote]
Hjörtur, það er full vinna að fylgjast með og taka myndir ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Berti
Póstar: 41
Skráður: 26. Nóv. 2009 21:08:08

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir Berti »

Flott vél, til hamingju.
Kveðja
Albert.
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir INE »

Kærar þakkir fyrir hlýleg orð og hamingjuóskir!

Hér eru svo fleiri myndir:


Tekið úr fyrir rofa:

Mynd

Rudder servoin komin í:

Mynd

3" straight og 4" offset servo armar settir á servoin:

Mynd

.. og þá eru rudder servoin klár:

Mynd Mynd

Gengið var frá servo framlengingu fyrir hæðarsýri;

Mynd
Mynd


Pokinn utan um rudderinn mátaður:

Mynd

Móttakarinn kominn á sinn stað og snúrur farnar að streyma að:

Mynd

Næst var að samstilla servoin í vængnum samann. Notaður var Hitec servo programmer sem tengdur er við tölvu og forrit frá Hitec:

Mynd
Mynd

Vængur tilbúinn:

Mynd

..og kominn í pokann sinn:

Mynd


Í næsta þætti verður farið í eldvegg og mótor...
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: 35% Yak 54

Póstur eftir einarak »

hrikaleg vél!! til hamingju með þetta
Svara