Síða 1 af 1

Re: B-29 krass - AFTUR !

Póstað: 2. Sep. 2010 15:42:08
eftir Gaui
Mack Hodges krassaði B29 risamódelinu sínu í síðasta mánuði -- aftur. Hann er farinn að verða nokkuð klár í að krassa. Í þetta sinn var það líklega vindsveipur sem var að hrekkja hann í meters hæð yfir braut á hvolfi (já, ég veit, B29 gat ekki flogið á hvolfi).

Skrúfiði upp í hátölurunum og hlustið á þulinn -- hann er hreint meistarastykki og hætti ekki að blaðra þó Mack krassaði . Sagði bara "Þetta tókst ekki!"


Re: B-29 krass - AFTUR !

Póstað: 2. Sep. 2010 15:55:56
eftir lulli
Mjög ''líflegur''
merkilegt hvað modelið slapp þó vel.. magalending á hvolfi eftir að stélið brotnaði af.

Re: B-29 krass - AFTUR !

Póstað: 2. Sep. 2010 18:28:48
eftir Agust
Alveg er það makalaust hvernig þulurinn lætur. Hann skemmir algjörlega flugsýninguna. Menn eru komnir til að njóta þess að horfa á flugvélarnar en ekki hlusta á svona innantómt blaður.

Re: B-29 krass - AFTUR !

Póstað: 2. Sep. 2010 21:24:40
eftir Messarinn
Þetta er sko stór skemmdur einstaklingur þessi Þulur, hann hefur örugglega droppað haug af sýru þegar hann var í víetnam og brætt í sér heilan, þvílíkt kjaftæði í einum manni

Re: B-29 krass - AFTUR !

Póstað: 3. Sep. 2010 00:01:42
eftir Gaui
Þetta er rangur misskilningur í ykkur, því eftir því sem Mike Chilson (sem á RCScaleBuilder.com) og vinir hans segja, þá er þessi þulur stór partur af flugatriðinu hjá Mack Hodges. Hann ferðast um með Mack og blaðrar á meðan Mack flýgur. Er víst búinn að gera þetta í nokkur ár. :cool: