Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Heitasta greinin í dag
Svara
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir HjorturG »

Jæja, kominn í smá tilraunastafsemi...

Mynd

180 gr, 10 gr þyngri en gamli yakinn... hvernig ætli þetta fljúgi? :D
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir lulli »

Sé ég rétt, er vængurinn semetískur? hvernig græjaðiru það??
í hverju liggur annars þyngdarmunurinn (litli) heldurðu.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir HjorturG »

[quote=lulli]Sé ég rétt, er vængurinn semetískur? hvernig græjaðiru það??
í hverju liggur annars þyngdarmunurinn (litli) heldurðu.[/quote]
Vængurinn er hot wire cuttaður úr venjulegu húsasmiðjufrauðplasti, fínasti symmetríski airfoil á honum.. :) Þyngdarmunurinn liggur nú í vængnum, segir sig soldið sjálft að þykkari vængurinn úr frauði er þyngri en þunn depronplata ;)
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir maggikri »

Ég og Gunni efnuðum niður í tvo "tvöfalda Meistara" í kvöld.

Mynd


kv
MK
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir Jónas J »

Ég ákvað að prófa að setja saman eina vél úr depron fyrir formanninn.

Er að klára eina Infineon, verður sennilega klár fyrir inniflugið 16. Jan.

Mynd

Þetta er bara nokkuð gaman :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir lulli »

Svaka flott þessi!!
Sennilega þægileg stærð í inniflugið sýnist manni.
Vika til stefnu.. - eða mætir hún kanski í R-Hölllina á eftir? Koma Svo =D!
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir Jónas J »

Hér kemur linkur á Mini Infineon, teikningar og skema.

http://www.rcgroups.com/forums/showthre ... t=infineon

Það eru tvær stærðir í boði:

Wingspan : 32”
Wingspan : 26”

Vélin sem Eysteinn er með er 26". :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir maggikri »

Extra 330 SC " Airbrush æfing"

Mynd

kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=maggikri]Extra 330 SC " Airbrush æfing"

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 594753.jpg

kv
MK[/quote]
Flott Maggi!
Hvernig málningu notarðu á Depronið?
Kveðaj
Gunni Binni
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Eru menn að efna niður depron fyrir tímabilið?

Póstur eftir maggikri »

Takk fyrir það GBG.
Ég notaði airbrush málningu frá "Badger" á checker-boardið og undir vélina en hún er ljósgrá undir. Til að þekja rauðalitinn notaði ég málningu sem heitir "Deka" sem er vatnsþynnanleg glans málning. Hún gefur skemmtillegan glansa á depronið og hjúp.

Eini gallinn við að nota ekki tilbúna airbrush málningu er sá að þegar maður þynnir málningu fyrir sprautun breytir hún um litaáferð. þ.e rauði liturinn lýsist eða dekkist eftir blöndunni. Best að blanda alla í einu. Svona málning er dýr og maður er ekkert að bruðla með blöndunina. Held líka að Airbrush málningin sé léttari.

Þetta var bara svona prufa hjá mér með þetta. Ætla að nota airbrush-málningu næst einungis. Það er skemmtilegast að vinna með hana bara beint. Ég fór líka í Poulsen og keypti Createx airbrush málningu. Eitthvað lítið litaúrval af vatnsþynnanlegri málningu hjá þeim en nóg af annarri.
Svara