Firebird Commander 2 vs Firebird outlaw frá Hobby zone

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Sjonni125

Re: Firebird Commander 2 vs Firebird outlaw frá Hobby zone

Póstur eftir Sjonni125 »

Ég verslaði eina svona firebird commander 2 vél http://www.advantagehobby.com/product.p ... 088&cat=24 handa krökkunum mínum til þess að endurnýja firebird outlaw vél http://www.hobby-zone-airplanes.com/Hob ... utlaw.html sem ég hafði átt til margra ára. Ég ætlaði að taka aðra eins vél en outlaw vélin er ekki lengur framleidd hjá hobby zone þannig að ég ákvað að taka commander 2. Ég taldi víst að ég væri nú að versla svipaða vöru og eldri vélina sem nánast þoldi allt, ekta svona krakkavél. Í dag fórum við svili minn sem keypti líka eina svona vél svo inná mela með börnin og hugðumst prófa draslið. Ég gat flogið minni vél áfallalaust enda með flugreynslu. En svo kom að því að svili minn ætlaði að prófa sína græju. Vélin hafði ekki hafið sig til flugs í fyrsta sinn er vængurinn var laskaður eftir að proppurinn hafði lamist í hann við smá byltu á jörðu niðri. Við náðum svo reyndar að fljúga kvikindinu aðeins eftir þetta en hún endaði svo lífdaga sína eftir að hafa farið kollhnís fram fyrir sig í flugtaksbruni, stélið í döðlur. Ég verð því að segja að þessi vél firebird commander 2 vél er alls ekki sú vara sem ég taldi mig vera að kaupa. Forverinn firebird outlaw var með mjúka frauðvængi sem bjóða mátti hvað sem er ,meira að segja fékk sú vél margsinnis að fara á endahraða í jörðina og fleira sem á hennar vegi varð án þess að hún skemmdist. Hún varð svo loks að fara í ruslið eftir að annar mótorinn gaf sig. Þessi vél commander 2 er reyndar byggð upp á nákvæmlega sama hátt og outlaw nema að hún er með einn hreyfil í stað tveggja en frauðið í vængjunum er alltof hart og þolir engin högg. Ég set því þessa vöru í Ruslflokk og vill vara menn við að fjárfesta í svona. Ef hins vegar væri hægt að verða sér út um vængi úr mýkra frauði þá er þessi vél klár í smá pústra alveg hægri vinstri eins og búast má við með svona drasl. Það er allavega ekki séns að láta krakkana fljúga þessari vél eins og hún er , nema að vera með kúst og fægiskóflu við höndina.


Sjonni out.
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Firebird Commander 2 vs Firebird outlaw frá Hobby zone

Póstur eftir Valgeir »

sæll Sjonni ég er nýbúinn að fá hobbyzone champ http://alshobbies.com/shop/lookupstock.php?pc=41853 og er búinn að vera að krassa henni í tvo daga
(8 flug) og það sér ekki á henni mjög auðvelt að fljúa og ef maður krassar þá tekur maður hana upp og heldur áfram að fljúa. þetta er frekar ódýr vél sem flígur og flígur.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Sjonni125

Re: Firebird Commander 2 vs Firebird outlaw frá Hobby zone

Póstur eftir Sjonni125 »

Valgeir. Ég þarf einmitt svoleiðis vél sem má krassa.
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Firebird Commander 2 vs Firebird outlaw frá Hobby zone

Póstur eftir Valgeir »

já ég bombaði á ljósastaur í 3 metra hæð og ekkert gerðist nema ég rispaði málninguna :/
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Svara