Síða 1 af 5
Re: Lancair arf
Póstað: 6. Okt. 2010 21:43:22
eftir lulli
Þá er kominn inn á mitt litla
smíðaborð öhh.samsetningarborð, Lancair frá cmp.
Aðstaða til smíða er ekki beisin og því kom eingöngu til greina ARF kitt.
þetta er að sjá mjög auðveldlega samsett kitt og margt alveg þokkalegt ,en nokkrir hlutir stinga verulega í augu og spurning að gera bara eins og kattarkvikindin; fara sínar eigin leiðir =)
þeir leyfa manni alveg að ráða hvar pinnarnir lenda á frambrún (ekkert um það í manúal)
fyrst vængurinn, nokkuð léttur og flottur í 2-hlutum með áltúbu (ótrúlega þungri)
Líklega afdrifaríkasta mælingin í verkinu ?
2-ail servo ,og 2-fla servo eru klár og utanáliggjandi með stuttum örmum í fletina.
Ekki gert ráð fyrir retrackt gír og eiginlega fyrir neðan virðingu við annars fínann Lancair.
Góðar stundir =)
Re: Lancair arf
Póstað: 6. Okt. 2010 22:36:06
eftir Ágúst Borgþórsson
Til hamingju með gripinn Lúlli
Re: Lancair arf
Póstað: 6. Okt. 2010 22:46:37
eftir Eysteinn
Þessi verður glæsileg hjá þér og gaman verður að fylgjast með samsetningunni.
Kveðja,
Eysteinn.
Re: Lancair arf
Póstað: 7. Okt. 2010 00:22:04
eftir Sverrir
Til lukku, það gæti orðið flugveður um helgina!
Re: Lancair arf
Póstað: 7. Okt. 2010 14:21:58
eftir lulli
[quote=Sverrir]Til lukku, það gæti orðið flugveður um helgina!
[/quote]
Haha..þessi á ekki séns nema sem sviffluga um helgina.
annars spáir með eindæmum góðu flugveðri um kl. 18:30 á sunnudaginn á Reykjanesi =)
Þeir virðast treysta ál-túpunni stuttu en þungu fyrir burðinum í aðalvængnum,
það verður gott að vita af henni á Melunum næsta sumar.
Vængurinn passar á,og situr þéttur í sínu sæti. Hér sést líka vel hve groddalegt er að
hafa servoin 4 utaná. Alvöru smíðagúru myndu líklega smíða servo-lúgur.
Re: Lancair arf
Póstað: 7. Okt. 2010 14:43:55
eftir Sverrir
[quote=lulli]...annars spáir með eindæmum góðu flugveðri um kl. 18:30 á sunnudaginn á Reykjanesi =)[/quote]
Jújú, núna á sunnudaginn og næstu 25 sunnudaga sem flogið verður!
[quote=lulli]Hér sést líka vel hve groddalegt er að hafa servoin 4 utaná. Alvöru smíðagúru myndu líklega smíða servo-lúgur.[/quote]
Tja, einfalt, virkar og ekkert vesen, þú ert ekki að fara að taka þátt í skalakeppni og ef þetta truflar þig ekki þá er þetta bara besta mál! Þú gætir skellt hvítum lit á servóin til að þau verði ekki jafn áberandi og þá sér þetta engin þegar hún er í loftinu!
Re: Lancair arf
Póstað: 7. Okt. 2010 19:14:55
eftir Gaui K
Hin flottasta vél til lukku með hana.
Re: Lancair arf
Póstað: 7. Okt. 2010 21:03:20
eftir maggikri
Lúlli minn! til hamingju með vélina. Vantar mynd af henni allri.
kv
MK
Re: Lancair arf
Póstað: 7. Okt. 2010 23:45:46
eftir einarak
[quote=maggikri]Lúlli minn! til hamingju með vélina. Vantar mynd af henni allri.
kv
MK[/quote]
Ég held það sé ekki nægt pláss í smíðakompunni til að ná mynd af allri vélinni í einu
Re: Lancair arf
Póstað: 8. Okt. 2010 19:30:01
eftir lulli
Takk drengir fyrir hamlukku óskir..
Þessi vél er Kína made og að nokkru ólík Gr/PL. Lancanum. Þó vænghafið sé það sama er vængflötur þessarar er um 20% meiri og skrokkurinn talsvert lengri og eitthvað þyngri (auðvitað)
Það kemur svo í ljós hvort ég get hnoðað nettum 30.cc turnigy bensínmótor í hana. Sjáum til.
Þetta er líkast til Módel af þessari fullskala Lancair Centry ?