Re: Tryggingamál
Póstað: 25. Apr. 2006 01:18:18
Vegna pósts annars staðar á spjallinu þá fór ég í það að lesa yfir reglugerðina sem fjallar um vátryggingu flugmódela og rakst þar á að hún hefur verið felld úr gildi.
Reglugerð nr. 551/1998 var felld úr gildi með reglugerð nr. 78/2006, þar er hins vegar kominn smá breyting sem gæti verið ansi þýðingarmikil fyrir okkur og þá ekki endilega til góðs.
Í þriðju grein 551/1998 var eftirfarandi setning sem átti við okkur
[quote]Heimilt skal eigendum loftfara með minni flugtaksþunga en 25 kg að taka sameiginlega ábyrgðartryggingu vegna slíkra loftfara.
Skal vátryggingarfjárhæð nema minnst SDR 500.000 vegna hvers tjónstilviks. Með þeirri ábyrgðartryggingu telst vátryggingarskyldu fullnægt.[/quote]
en í 78/2006 virðist þessi setning í annari grein hafa komið í staðinn
[quote]Reglugerðin gildir ekki um:
b) flugmódel með skráðan hámarksflugtaksmassa 20 kg[/quote]
Skv. þessu sýnist mér því sem ekki sé gert ráð fyrir flugmódelum undir 20 kg í vátryggingu sem er alls ekki góður hlutur ef satt er.
Ég ætla að gerast svo djarfur að senda póst á Samgönguráðuneytið og kanna hvort að þessi túlkun er rétt og hvort gert sé ráð fyrir léttari flugmódelum í öðrum reglugerðum ef svo er.
Reglugerðirnar:
551/1998
76/2006
Reglugerð nr. 551/1998 var felld úr gildi með reglugerð nr. 78/2006, þar er hins vegar kominn smá breyting sem gæti verið ansi þýðingarmikil fyrir okkur og þá ekki endilega til góðs.
Í þriðju grein 551/1998 var eftirfarandi setning sem átti við okkur
[quote]Heimilt skal eigendum loftfara með minni flugtaksþunga en 25 kg að taka sameiginlega ábyrgðartryggingu vegna slíkra loftfara.
Skal vátryggingarfjárhæð nema minnst SDR 500.000 vegna hvers tjónstilviks. Með þeirri ábyrgðartryggingu telst vátryggingarskyldu fullnægt.[/quote]
en í 78/2006 virðist þessi setning í annari grein hafa komið í staðinn
[quote]Reglugerðin gildir ekki um:
b) flugmódel með skráðan hámarksflugtaksmassa 20 kg[/quote]
Skv. þessu sýnist mér því sem ekki sé gert ráð fyrir flugmódelum undir 20 kg í vátryggingu sem er alls ekki góður hlutur ef satt er.
Ég ætla að gerast svo djarfur að senda póst á Samgönguráðuneytið og kanna hvort að þessi túlkun er rétt og hvort gert sé ráð fyrir léttari flugmódelum í öðrum reglugerðum ef svo er.
Reglugerðirnar:
551/1998
76/2006