Þá er vinnan hafin við Sbach 342, hér verður tipplað á helstu frávikum frá Yak 54 þræðinum þar sem munurinn á vélunum liggur aðallega í útlitinu en ekki uppbyggingunni.
Renndir voru 15mm „stand-off's“ fyrir mótorinn til að fá hann á réttan stað í vélarhlífinni.
Færa þurfti merktu götin.
Tveir einbeittir.
Vel merkt vél.
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 16. Okt. 2010 17:34:29
eftir Haraldur
Hvar er kallinn?
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 16. Okt. 2010 20:05:57
eftir Björn G Leifsson
Eru þessir boltuðu vinklar ykkar viðbót eða samkvæmt forskriftinni? Virðist skynsamur frágangur.
Mótorinn kominn á eldvegginn og þríhyrningslistar meðfram honum til að styrkja hann enn frekar.
Taka hefði þurft úr vélarhlífinni fyrir hljóðkútunum en Hafsteinn sauð í þá fyrir okkur.
Mikið betra.
Smellpassar!
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 2. Nóv. 2010 01:00:28
eftir Sverrir
Það er líka eitthvað að gerast í stóra Sbach, búið að setja upp vængina og hæðarstýrið og loftstýringarnar eru komnar vel áleiðis undir öruggri stjórn Einars.
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 2. Nóv. 2010 13:14:24
eftir Guðjón
Ahahahah.. Steini "litli" málari..
Flottir
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 5. Nóv. 2010 23:41:44
eftir Agust
Sbach er stytting á nafni hönnuðar stóru listflugvélarinnar Philipp Steinbach.
Stein þýðir steinn og Bach þýðir á eða lækur.
Steinbach þýðir því Steiná.
Það passar vel því Steini á 36% Sbach
(Þetta er nú meira bullið).
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 6. Nóv. 2010 00:18:43
eftir maggikri
[quote=Agust]Sbach er stytting á nafni hönnuðar stóru listflugvélarinnar Philipp Steinbach.
Stein þýðir steinn og Bach þýðir á eða lækur.
Steinbach þýðir því Steiná.
Það passar vel því Steini á 36% Sbach
(Þetta er nú meira bullið).[/quote]
"Steini litli á bakkanum" eða "bakkafullur lækurinn" í Hafnarfirði, ég held ég fari bara að sofa!
kv
MK
Re: 36% Sbach 342
Póstað: 7. Nóv. 2010 16:38:55
eftir Sverrir
Málarinn á fullu.
Verk í vinnslu.
Hver þarf borvél!
Vissara að pússa dúkinn áður en bakkinn er límdur niður.