Síða 1 af 1

Re: 26.04.2006 - Samvinnufélagið, myndir og aðalfundur

Póstað: 26. Apr. 2006 10:19:15
eftir Sverrir
Það kemur fyrir þegar verið er að smíða stærri flugmódel að nokkrir módelmenn taka sig saman og mynda hóp til að sjá um smíðina og reksturinn. Hins vegar er það ekki jafn algengt að verkferlið sé skjalað frá upphafi til enda en það er einmitt það sem félagarnir á http://www.daydreambeliever.us/ eru að gera.

Komnar eru inn myndir frá sumardeginum fyrsta í myndasafn Þyts.

Minnum menn á aðalfund Flugmódelfélags Akureyrar en hann verður haldinn annað kvöld kl.20 í Flugsafninu á Akureyrarflugvelli.

Re: 26.04.2006 - Samvinnufélagið, myndir og aðalfundur

Póstað: 26. Apr. 2006 10:35:39
eftir Björn G Leifsson
Ný sögn í íslensku: "að skjala"? :)

Re: 26.04.2006 - Samvinnufélagið, myndir og aðalfundur

Póstað: 26. Apr. 2006 12:11:08
eftir Sverrir
Ekki í mínum starfsgeira ;)