P-38 Lightning

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir Gunni Binni »

Féll fyrir nýju foam-módeli hjá vinum mínum:
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... duct=12149
Aðallega að mig langaði að prófa vél með tveimur mótorum.
Kom fljótlega í pósti og eins og alltaf þá er pökkunin hjá Hobbyking ótrúlega góð. Þeir taka yfirleitt upp vélarnar og líma allt sem hugsanlega gæti hreyfst með teypi. Stundum aðeins of vel þegar maður ætlar að opna pakkann og það er heilmikil vinna að losa allt upp :)
Mynd
Svona leit þetta út þegar búið vara að taka ytri kassann utan af og mökk af búbluplasti og þess háttar.
Mynd

Síðan var dálítið dútl að raða saman öllum servósnúrum, en í vélinni eru hvorki meira né minna en 10 stk servó og tvær straumstýringar. Öll voru þau kominn á sinn stað og límd en eftir var að tengja þau og raða saman væng- og skrokkhlutunum. Eins voru tveir brushless mótorar og straumstýringar komnar á sinn stað.
Byrjaði í ákafa mínum að tengja allt dótið í móttakarann og testa eftir að hafa þrætt og tengt 100 Y-snúrur (OK! 5 eða 6) með báðum aðal-skrokkunum. Gleymdi náttúrulega miðskrokknum og þurfti að aftengja allt öðrumegin og tengja upp á nýtt. RTFM

Mynd
Ekki orð um óreiðuna á borðinu............. Þetta er skipulegt kaos og hver hlutur á sínum stað. Þegiðu Jón Gunnar.
Mynd
Propparnir voru með lausum blöðum sem þurfti að raða saman og skrúfa í spinnerinn.

Mynd

Bráðhugguleg vél þegar hún er komin saman.
Mynd
Mynd

Allt virkaði og vélin keyrði(taxaði) eins og ekkert sé um stofugólfið heima.
Mynd

Að lokum troðið í bílinn ásamt nokkrum öðrum vélum. Dálítið þröngt.
Mynd
Enda hafði ég lokað á vængendann. Er ekki annars sagt að þær eyði minna eldsneyti(rafmagni) með svona uppsveigða vængenda? Alla vega er þetta komið á allar Flugleiðavélarnar.....
Mynd
Mynd
Var ekki með neitt lím með mér svo ég límdi þetta fast með smá-Velcro-bút.
Tekur sig vel út á braut!!! :cool:
Sagan búin, BLESS!!!!!!
















































Og þó ekki allveg búin því að þegar ég reyndi að taka á loft á hollóttu flugbrautinni okkar gaf annar retractable gírinn sig og vélin rann á öðrum vængnum eftir brautinni. :( Skemmdist þó ekki neitt.
Kannski var það lán í óláni því ef hún þoldi ekki flugtak er ? hvort hún þoli lendingu?
Það var plastclevis í gírnum sem hafði gefið sig.............. :( :( :( (Gaui ekki segja Æ tóld jú só)
Kannski meira síðar!!!!!!
Gunni Binni
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir Haraldur »

Þú þarft kannski að fara að skoða IKEA bæklinginn. ;)
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir lulli »

Til hamingju með fyrsta stíðs-fuglinn félagi. Þetta eykur breiddina hjá þér, og skemmtigildið.
Flott á brautinni og verður gaman að sjá hana loft-fædda (Air-born).

Þeir virðarst almennt lenda í vandræðum með lendingabúnaðinn í þessari vél
,og það er að heyra að þeir hafi þá fest búnaðinn í "niðri" stöðu eða skift út fyrir sterkara retr..
Lítil fórn fyrir örugglega annars mjög skemmtilega vél.
Ps. flýtur ekki EPP á vatni,? Í versta tilfelli mætti þá kanski setja smá flot undir mótoranna.. -sjóvél?
Kv Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir Sverrir »

Gunni á nú alla veganna eina F-15 á innilager 3, svæði E27, þriðju hillu neðan frá fyrir miðju. En þetta er sennilega sá fyrsti sem kemst út úr húsi?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Sverrir]Gunni á nú alla veganna eina F-15 á innilager 3, svæði E27, þriðju hillu neðan frá fyrir miðju. En þetta er sennilega sá fyrsti sem kemst út úr húsi?[/quote]
Reyndar ekki, þar sem ég er með Hellkat vél sem ég hef flogið nokkrum sinnum, m.a. nú í október en hef ekki slysast til að mynda að mér sýnist. Hún er líka að austan (langt) http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... oduct=7214
Ef maður spáir í vélar á lager þá á ég ósamsetta Hercules C-130 með fjórum fjórgengismótorum frá Þresti. Telst hún ekki warbird? Eða eru herflutningavélar kanski ekki með? Hún er á útilager 2 E13. Ég sný myndinni á stóra kassanum niður svo konan sjái ekki að þetta sé enn eitt módelið. Heldur sjálfsagt að þetta séu garðhúsgögn :) Vona að hún komi ekki á hér á vefinn :rolleyes:
Á innilager 1 C17 er líka http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... oduct=7191 frá mínum góðu vinum.
Síðan reddaði Gunnar Bjarnason mér IL10 combatvél frá Svíaríki sem ég er alltaf á leiðinni að setja saman.
Ég þarf að fara krassa einhverju almennilega svo ég hafi pláss fyrir fleiri samsettar vélar. Eða byggja annan hangar.
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir maggikri »

Gunni Binni!

Konurnar eiga helst ekki að vera á "Fréttavef Flugmódelmanna" eins og BGL flugdoktor sagði um árið.

Mér líst betur á Hangar 2 en crash.

kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=maggikri]Gunni Binni!

Konurnar eiga helst ekki að vera á "Fréttavef Flugmódelmanna" eins og BGL flugdoktor sagði um árið.

Mér líst betur á Hangar 2 en crash.

kv
MK[/quote]
Rétt hjá þér Maggi!
? hvort ekki eigi að hafa aðgangsspurningar sem konur gætu ekki leyst, eins og hvort skilja megi klósettsetuna eftir uppi eður ei........

Það yrði að verða Hangar 3 því bílskúrinn gengur undir nafninu Hangar 1 og garðhúsið undir nafninu Hangar 2....

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur af krasshugmyndum góður hluti fyllingarinnar í Hangar 2 er frá þér kominn. Hafðu ekki áhyggjur, ég held ég byggi frekar Hangar 3..........
Kveðja
GBG
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir maggikri »

Líst vel á Hangar 3 hugmyndina. Gæti meira að segja hjálpað þér að byggja H-3.
kv
MK
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: P-38 Lightning

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þarf nokkuð að byggja? Setja bara skiltið á svefnherbergisdyrnar og sofa í stofuni :D Og þá fer konan kanski að heiman með öll börnin? Nóg pláss ;)
Kv.
Gústi
Svara