Síða 1 af 4

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 31. Okt. 2010 02:32:09
eftir Sverrir
Áfram heldur Pilot-RC smíðin, nú er komið að 25% Sbach 342 sem verður með DLE-30 og Spektrum A6020 servó sjá um helstu stjórnfleti. Hér eru nokkrar myndir frá samsetningunni, Ingólfur setur svo eflaust eitthvað annað inn líka.

Smá svipur með henni og stóru systur!
Mynd

Eitt af fyrsta verkunum var að koma mótornum í.
Mynd

Þá þurfti að taka úr vélarhlífinni.
Mynd

Neðri festingargötin fyrir vélarhlífina voru ekki boruð svo sama aðferð og er notuð til að merkja fyrir pústinu var notuð til að bora þau á réttan stað.
Mynd

Voila, smellpassar! :)
Mynd

Tvö rif voru brotin í öðrum vængnum.
Mynd

Þá var komið að föndurhorninu.
Mynd

Enn vandast málið...
Mynd

Ja hérna hér.
Mynd

Hmmmm... var ég ekki löngu búinn að þessu!? :/
Mynd

Þetta er s.s. ein leið sem hægt er að nota þegar skera þarf út fyrir hlut en erfitt er að koma honum að til að merkja.
Mynd

Þetta er snúningshraðamælir, svona ef menn voru að velta því fyrir sér. ;)
Mynd



Drápsrofi á sínum stað.
Mynd

Plata fyrir móttakara og spennujafnara.
Mynd

Mótorboltarnir eru of stuttir svo kaupa þarf nýja.
Mynd

Innsogið, loksins fann ég not fyrir litlu Hitec álarmana! ;)
Fóðrað með plaströri til að koma í veg fyrir óþarfa málmnudd.

Mynd

Lítur bara bærilega út.
Mynd

Innsog af.
Mynd

Innsog á.
Mynd

Laglegustu línur!
Mynd

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 1. Nóv. 2010 00:22:44
eftir Sverrir
Hornin hefðu mátt vera örlítið utar á hallastýrunum en þetta sleppur þökk sé kúlutengunum. Getur líka vel verið að við færum tengið innar á servóhorninu ef þetta er „of mikil“ hreyfing.
Mynd

Hliðarstýrið var því næst límt í.
Mynd

Næst var komið að bensíntankinum, skipt var um slöngur og þær lagðar samkvæmt kúnstarinnar reglum.
Mynd

Öndunin var tekin niður úr vélinni.
Mynd

Móttakarinn og spennustillirinn.
Mynd

Verklegt servóhorn fyrir hliðarstýrið.
Mynd

Topplokið var skrúfað á til að hægt yrði að komast að bensíngjafarservóinu í framtíðinni.
Mynd

Hæðar- og hliðarstýri frágengin ásamt stélhjólsstýringu.
Mynd

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 1. Nóv. 2010 00:33:57
eftir Haraldur
Hvaða spennujafnara ertu með á þessu?

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 1. Nóv. 2010 00:43:03
eftir Sverrir

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 1. Nóv. 2010 11:27:13
eftir Haraldur
Á að tengja lypo inn á hann?
Note: hann er gefinn upp 4.8v til 12v. Fer Lypo ekki upp í 12.6v?

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 1. Nóv. 2010 11:36:48
eftir INE
Sæll..

Það verður: 2*2200mAh 7.4V (2S).

Annað fer í Batt á móttakara (AR7000) og hitt fer með Y inn á throttle á móttakara.

Kveðja,

Ingólfur.

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 2. Nóv. 2010 01:15:22
eftir Sverrir
Jæja, ætli það sé ekki kominn tími til að klára frásögnina, 15 tímar fóru í gripinn svona fyrir þá sem eru að telja.

Hér er búið að setja loftstýringar í vélarhlífina, eigandi fær svo að dunda sér við að mála þær. ;)
Mynd

Einhvers staðar þarf heita loftið að komast út, allt í rétta átt.
Mynd

Hér er byrjað að lita servó- og stjórnhornin svo þau verði ekki jafn áberandi.
Mynd

Rafhlöðurnar enda fram í.
Mynd

Sáttur eigandi með gripinn. :cool:
Mynd

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 2. Nóv. 2010 13:45:42
eftir Agust
Hvað er svona 25% vél fyrirferðarmikil? Lengd og breidd...

Er að huxa um plássið í bílnum...

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 2. Nóv. 2010 13:52:13
eftir Sverrir
Vélin sjálf er 165 cm á lengd, það er hægt að skrúfa hæðarstýrin af ef menn kjósa. Hugsa að hún sé ekkert fyrirferðameira en Katana sem þú átt.

Einhver sérstök mál sem þú ert að spá í?

Re: 25% Sbach 342

Póstað: 2. Nóv. 2010 17:04:56
eftir Fridrik
Flott Vél

Til Lukku með gripinn,



kv
Friðrik