Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Pitts boy »

Nú vantar mig ráð hjá ykkur strákar.
Þannig er að ég þarf að fara að endurnýja nokkrar Lipo rafhlöður og er búin að vera að skoða úrvalið og það er eitt sem er víst það er mikið, meðal annars hjá Hobbyking sem mér lýst ágætlega á. ( En vissulega megið þið gefa mér góð ráð ef þið vitið um einhverjar verslanir sem betra er að versla slíkt frá)
En!! það sem ég er meðal annars að spá í er hvernig gengur flutningur á Lipo. rafhlöðum fyrir sig. Er hægt að fá þær sendar í flugpósti? Og ef svo er ekki (sem mig grunar) tekur það þá ekki óratíma að fá þau heim á klakann?

Ég er með Robbe infinity 2 tæki sem er með lithium stillingu og ég er búin að hlaða þær þrjár Lipo rafhlöður sem ég á með því síðan ca.2006 með ágætis árangri án þess að hafa hleðslu jafnara. (það er ekki einu sinni svoleiðis skott á rafhlöðunum mínum) en geri mér grein fyrir að betra er að hafa slíka græju þegar ég endurnýja rafhlöðurnar. Og þá kemur spurningin :) Get ég notað hleðslujafnara með Robbe tækinu mínu? Og er eitthvað betra en annað varðandi hleðslujafnara(Balancer) og ganga þeir allir með hvaða Lipo rafhlöðum sem er? (Þá meina ég eru balance-plug-in öll stöðluð á rafhlöðunum).

(Eitt af Robbe tækjunum mínum og Rafhlaða)
Mynd
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Ólafur »

Fæ öll min lipo batteri með flugi frá HK :) Ef þau eru til þá tekur þetta uppundir viku til tiu daga að koma hingað.

Kv
Lalli
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Pitts boy »

Já ok það það er bara þannig, Það er bara klassi, erum að spá í að tína í sendingu frá HK. Er einhver sérstök tegund sem hefur verið að koma vel út frá þeim í verði og eða gæðum?

Endilega ef einhver getur frætt mig með Balancer-ana væri það mjög gaman að heyra.
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Ólafur »

Ég kaupi Rhino batteríin en þau hafa komið vel út hjá mér allavega.
Þú verður að kaupa i leiðini plugg til að plugga saman batteriíð við Esc,UBEC´ið eða hvað sem þú kemur til með að nota það. Stundum fylgir plugg á batteriínu og þá verður þú að panta samskonar plugg fyrir það dót sem þú ætlar að plugga það við.

Gangi þér vel

Kv
Lalli
Loffinn

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Loffinn »

það er semsagt hægt að hlaða LiPo á Lithium stillingu ?
á einmitt til gamalt hleðslutæki sem er ekki með Lipo heldur bara Lithium stillingu :) flott að geta notað það on the field.
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Valgeir »

en hvernig er með geimslu á lipo batteríum yfir vetrar tíman þarf eitthvað að gera við þau?
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Loffinn

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Loffinn »

[quote=Valgeir]en hvernig er með geimslu á lipo batteríum yfir vetrar tíman þarf eitthvað að gera við þau?[/quote]
skilst að það sé nóg að geyma þau 50% hlaðin.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir einarak »

Flest lipo hleðslutæki bjóða uppá "lipo storage" stillingu, þá hleður hún hverja sellu í 3.7v. Þannig geymast þau best. Bara passa að hlaða þau svo reglulega í 3.7 á sellu því Lipo afhlaða sig sjálfar með tímanum og ef þau afhlaðast niður fyrir 3.0v á sellu gætu þau skemmst
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Pitts boy »

[quote=Ólafur]Ég kaupi Rhino batteríin en þau hafa komið vel út hjá mér allavega.
Þú verður að kaupa i leiðini plugg til að plugga saman batteriíð við Esc,UBEC´ið eða hvað sem þú kemur til með að nota það. Stundum fylgir plugg á batteriínu og þá verður þú að panta samskonar plugg fyrir það dót sem þú ætlar að plugga það við.

Gangi þér vel

Kv
Lalli[/quote]
Nú fylgi ég þér ekki alveg Lalli :/ er Esc,UBEC´ið sem sagt Balancer? og er ég að skilja þig rétt að plugg-in á þeim ekki stöðluð?
eða ertu að tala um straum pluggin :o

Takk fyrir Svörin
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Ráðleggingar varðandi Lipo rafhlöður og fylgihluti.

Póstur eftir Ólafur »

Fyrigefðu Einar :) Þessar skamstafanir maður! Já pluggin eri EKKI stöðluð

ESC er hraðastillirin fyrir rafmótorana og já það kemur ekki plugg á þeim fyrir battreíið þú þarft að panta það sér hjá HK og stundum þarf að panta bæði fyrir batterí og hraðastillirin og eins en með UBEC eða spennubreytirin en flest servo eru gerð fyrir max 6v en lipo batteri bjóða ekki uppá svoleiðis spennu svo það þarf að keyra spennuna niður undir 6v.

Oftast eru batteríin gefin upp með ákveðið plugg og þá þarf að panta alveg eins plugg á móti fyrir ESC (hraðastillir) eða UBEC (spennubreytir)
Dæmi
Þetta batterí er gefið upp með XT60 plugg svo það þarf að panta sama tengi á móti fyrir það sem þú ætlar að tengja það við þvi það kemur ekki sjálfkrafa.
http://hobbycity.com/hobbycity/store/uh ... oduct=7365

Svo þetta er gefið upp með 4mm bullet connector og þá verður þú að panta 4mm bullet connector á móti
http://hobbycity.com/hobbycity/store/uh ... oduct=9506

Svo eru til dæmi um að það þurfi að panta bæði male og female tengi bæði fyrir batterí og það tæki sem batteríið tengist við.

Vonandi geri ég mig skiljanlegri :)

Kv
Lalli
Svara