Re: Arnarvöllur - 17.nóvember 2010 - Í þoku...
Póstað: 17. Nóv. 2010 18:17:03
Skutluðumst núna seinnipartinn út á völl við bræður. Sérstök skilyrði voru þar, þokuslæðingur var allt í kringum völlinn og aðeins smá gat sem hægt var að athafna sig í. Sökum hversu mikill raki var í loftinu og hitastigið í kringum 0°C kom myndarleg ísingarrönd á vængina... Annars var þetta bara frábært.









