Mótorskipti

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Sverrir »

Eins og einhverjir hafa sjálfsagt tekið eftir þá hefur mótorinn í TF-FMS ekki verið upp á sitt besta og þar sem Gunni átti mótor á lausu ákváðum við að skella honum í vélina. Mótorinn er Zenoah 80 svo það ætti ekki að skorta aflið, jafnvel hægt að draga allar svifflugur landsins í loftið í einu eins og Einar orðaði það.

Kastklukka hvað... talsverð skekkja þarna á ferð.
Mynd

Tók ekki langan tíma að losa kubbinn enda í sjálfu sér bara „spacer.“
Mynd

Leifarnar hurfu fljótt með sporjárni.
Mynd

Pússikubbur sá svo um rest.
Mynd

Gera þurfti ný göt til að koma fyrir gaddaróm og auðvelda aðgengi við aðgerðina.
Mynd

Þessi þynging fannst límd við botninn þar sem lúgan var sett.
Mynd

1 lbs sem blýklumpurinn vigtar.
Mynd

Þannig að með þyngdinni á Zenoah 62 þá ætti Zenoah 80 ekki að vera svo fjarri lagi þyngdarlega séð.
Mynd

Gömlum götum í eldveggnum var lokað og tekið úr þríhyrningslistunum fyrir mótorbúkkanum.
Mynd

Efri götin fyrir mótorfestinguna lentu á frekar óheppilegum stað.
Mynd

Smá vinna með bor og sporjárni og þá var hægt að koma gaddaróm fyrir.
Mynd

Það þarf að gera talsverðar breytingar á vélarhlífinni svo ráðist var í smá endurbætur á henni. P38 og trefjadúkur voru notuð til að loka gatinu.
Mynd

Smá putty til að fylla upp í misjöfnurnar.
Mynd

Smá fylligrunnur.
Mynd

Þá vantar bara smá litasamhæfingu. ;)
Mynd

Bensíntankurinn kominn á „nýjan“ gamlan stað.
Mynd

Búið að smíða lok og ganga frá því.
Mynd

Servó fyrir bensíngjöfina, hægt að skrúfa bakkann úr ef við þurfum að komast að því síðar.
Mynd

Hér sést mótorinn svo á eldveggnum og aðeins í lúguna efst á skrokknum, næst á dagskrá er svo hrikaleg skurðaðgerð á vélarhlífinni! :/
Mynd

Svo þarf líka að vera hægt að nýta mótorkraftinn! ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Gaui »

Flott úttekt á verkinu. Haldið áfram, maður lærir helling.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sælir drengir,
af hverju farið þið ekki alla leið og klæðið velina með alvöru duk og skiptið ut hjolastelli og hallastyrum,
gera þetta að flottum Piper CUB?
Kv
Einar
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Eysteinn »

Það væri líka gaman að fá þessa í heimsókn til okkar í sumar þegar Piper Cub mótið verður haldið hátíðlega á Hamranesi ;)
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Sverrir »

Það er bara svo seint á ferð við erum yfirleitt búnir að pakka í kerruna fyrir norðurför og stundum farnir. :/

En auðvitað væri gaman að kíkja. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Sverrir »

Dráttarkrókur og sleppibúnaður.
Mynd

Chop, chop.
Mynd

Spaðinn kominn á og bensín á leiðinni.
Mynd

Þá var bara að setja í gang!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Gunni!!! nú er kubburinn klár í þrídíið :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Sverrir »

Við Gunni ákváðum að skoða hvernig kæmi út að vera með uppdraganleg hjól á Cub-num.
Mynd

Gerir hins vegar ekki mikið til að draga úr viðnáminu. :D
Mynd

Svo Gunni fór til flugvélapabba og tók námskeið í teygjun.
Mynd

Allt annað líf! Steini farðu að hlaða sviffluguna!!! :cool:
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Gaui »

Við hér fyrir norðan uppgötvuðum að það er frábær teygja í tjöldum sem seld eru í Rúmfó. Þessi tjöld eru með stangir (úr kolfíber???) sem eru gerðar ú rörum og inní þeim er teygja sem hentar ághætlega í hjólastell á Fokker D VIII og aðrar slíkar. Og verðið á tjaldinu er ekki langt frá verði á teygjupakka í Vogue.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Mótorskipti

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Við hér fyrir norðan uppgötvuðum að það er frábær teygja í tjöldum sem seld eru í Rúmfó. Þessi tjöld eru með stangir (úr kolfíber???) sem eru gerðar ú rörum og inní þeim er teygja sem hentar ághætlega í hjólastell á Fokker D VIII og aðrar slíkar. Og verðið á tjaldinu er ekki langt frá verði á teygjupakka í Vogue.

:cool:[/quote]
Snilld... Það er tjaldað því sem til er :) Er svo ekki hægt að nota stangirnar í vængstífur og tjalddúkinn í klæðningu og afganginn í fallhlíf ?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara