Síða 1 af 1

Re: Zenoa

Póstað: 6. Jan. 2005 18:01:43
eftir Gaui K
Sælir.

'Eg er að velta því fyrir mér hvort það sé meiri eða minni hætta á að frjósi bensínið á Zenoa mótor eða venjulegum bensínmótorum heldur en glóðarmótorum í frosti eins og hefur verip núna undanfarið td. eða ca.5-10 gráðu frosti.

Re: Zenoa

Póstað: 8. Jan. 2005 04:16:38
eftir Sverrir
Er ekki bara málið að blanda nokkrum dropum af ísvara út í brúsann?

En ef ég man e-ð úr efnafræðinni í gamladaga þá er bensín samansett úr nokkrum kolefnasamböndum og frýs tæknilega séð ekki. Hins vegar byrja þessi sambönd að mynda kristalla við mislítið hitastig og þykknar þá bensínið smám saman og mun víst ekki vera gott til brennslu í því ástandi.

En eins og ég segi, taktu þessu með fyrirvara ;)

Er ekki bara málið að senda fyrirspurn á Vísindavefinn?
Dóhhh, þeir eru með svarið þar, http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2173

Þá er ég ansi hræddur um að þú ættir að líta beint þangað þó mitt svar sé kannski ekki langt frá sannleikanum :)