Þetta er vél sem ég er búinn að vera að dunda mér við öðru hvoru síðustu mánuðina og er að verða klár
að frátöldum smávægilegum truflunum í blöndung. Þetta er Edge 540T sem ég keypti á útsölu hjá Þresti fyrir
löngu síðan. Trúlega vildi hana enginn vegna útlitsins en því ætla ég ekki að breyta fyrr en ég sé að hún
fljúgi sæmilega.
Mótorinn er Irvine 150 með onboard glow frá vinum mínum hjá http://www.justengines.unseen.org/ og innvolsið annars frá JR.
Það mætti segja mér að bensínsalar kættust þegar ég fer að nota þetta dýrindi

á þessari vél og á heilum degi með .25 vélinni sem ég notaði til upprifjunar í vor!
Eru ekki einhverjar fleiri nýjar vélar að bætast í flotann hjá mönnum?
Hérna er vélin án cowlingar á teststandinum góða á Melgerðismelum.
