Kinetic 800 Mini Glider

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Gunni Binni »

Jæja eina ferðina enn varð mér fótaskortur á Hobbyking-síðunni og pantaði óvart tvær http://hobbyking.com/hobbyking/store/uh ... duct=15441 sem komu til landsins í dag.
Það er náttúrulega nauðsynlegt að setja saman smíðaþráð um þessa vél enda mikil vinna. Líma límmiðana á, smella vængjum og hæðarstýri á og tengja móttakara............. Búið!
Hljómar ekki mikið en það var reyndar nokkur vinna að ná helv.... límiðunum af miðanum og koma á fj.... vélina "#$@/#%........
Líkist MiniSwiftinum en stærri og öll meiri um sig. Samt er vænghafið bara 80 cm

Ég notaði hjálparkonu til að koma vélunum inn í skúr, enda varla hægt að nota fullstærðarmanneskju vegna plássleysis:
Mynd
Vélin snyrtileg og í kassa sem hlífir henni vel enda pökkuðu kínverjarnir henni ekki sérstaklega heldur límdu kassana saman.
Mynd
Einföld vél með smellukerfi á væng og hæðarstýri og allt í nema móttakari. Góður frágangur á dótinu
Mynd
Voila!
Mynd
Hæðarstýrið snýst allt!
Mynd

Sko stysti smíðaþráður í heimi :)
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir HjorturG »

Þú ert alltaf í einhverju nýju! :) Ég á vél fyrir þig ef þú hefur áhuga, Habu rafmagns frauð þota, þú með þinn frauðfílíng ættir nú að fíla hana :)
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Þórir T »

Mér líst vel á þessa hjá þér Gunni, leyfðu okkur að heyra hvernig hún kemur út sem fyrst..
Hvað var hún að kosta heim komin með flutn og gjöldum?
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Þórir T]Mér líst vel á þessa hjá þér Gunni, leyfðu okkur að heyra hvernig hún kemur út sem fyrst..
Hvað var hún að kosta heim komin með flutn og gjöldum?[/quote]
Tvær vélar með flutningi, vsk og tolli á ca. 28.000-
14.000- stykkið.
kveðja
GBG
Veðrið hefur ekki enn gert að mig langi út með hana :)
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir einarak »

Þú átt orðið svo mikið af vélum að þú ferð að geta sett up flugmódelleigu!
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Gunni Binni]Veðrið hefur ekki enn gert að mig langi út með hana :)[/quote]
Það verður gaman að fylgjast með þessari, líklega er hún og stór til að prófa í Reykjaneshöll.... eða hvað?

Kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Þórir T »

Úr því að þú tókst tvær, ertu þá með auka vél? ef hún er föl er ég til...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Eysteinn]Það verður gaman að fylgjast með þessari, líklega er hún og stór til að prófa í Reykjaneshöll.... eða hvað?[/quote]
Mini Swift hentar ekki inni svo þessu gerir það örugglega ekki!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Eysteinn][quote=Gunni Binni]Veðrið hefur ekki enn gert að mig langi út með hana :)[/quote]
Það verður gaman að fylgjast með þessari, líklega er hún og stór til að prófa í Reykjaneshöll.... eða hvað?

Kveðja,[/quote]
Ég hef grun um að hún sé of hraðfleyg fyrir höllina. Ætla alla vega að prófa utandyra ef veður leyfir fyrst.
kv.
GBG
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kinetic 800 Mini Glider

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Þórir T]Úr því að þú tókst tvær, ertu þá með auka vél? ef hún er föl er ég til...[/quote]
Ég sel aldrei neitt................... ennþá! :)

Eins og ég flýg veitir ekki af að hafa eina til vara :cool:

kv.
GBG
Svara