Var að fá þessa í safnið.
Þetta er Blaze frá ST Models gefið út af Ripmax.
1.5m rafmagnssvifluga úr plasti.
Pantaði þess frá SMC Englandi.
Þetta kemur allt samsett og ekkert þarf að líma.
Aðeins þarf að líma skrautmiðana á vængina og skrúfa vængina saman og á búkinn.
Henda mótakara og batterí í og fara svo að fljúga.
Einnig er hægt að fá þessa vél með móttakara, batteríi og fjarstýringu tilbúna til flugs.
Uppbretti vængendinn kom smá krambúleraður og aðeins of mikið uppbrettur.
Held að mér hafi tekist að laga hann, en það kemur í ljós í jómfrúarfluginu.
Þarf líka að skipta út tengingu á ESC og ganga aðeins betur frá vírum svo þeir skammhleypist ekki.
Kassinn.
Einingar módelsins, allar stýrisvélar fylgja með ísettar.
Smáhlutirnir. Verkfæri og lím fylgir ekki með.
Kemur með brushless, ESC ísett.