01.04.2011 - Nýjir spaðar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10825
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Sverrir »

Nýjir spaðar sem auka nýtni, kný og draga úr álagi á mótora eru nú að komast í almennar prófanir. Eins og sést á myndunum er þetta nokkuð ýkt scimitar útlit en horfið aftur og íhugið í hvora áttina spaðinn snýst!

Á DL50 mótor með Bolly 23x8 nást 6800 rpm á jörðinni en með þessum nýju spöðum skilar sambærilegur spaði(23xx8) 7500 rpm. Þrátt fyrir þetta eru spaðaendarnir ekki að dansa á mörkum hljóðmúrsins eins og mætti búast við. Einnig virðist snerpan á inngjöfinni aukast og vélin rífur sig betur upp úr voki.

RPdesigns heitir fyrirtækið sem er að hanna þessa spaða og verður gaman að fylgjast með á næstu misserum.

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
einarak
Póstar: 1535
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir einarak »

sko það má reyna að réttlæta þetta með allskonar tölum og útreikningum, en þetta er alger viðbjóður!

Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir INE »

.... fara þeir betur með fingurnar? Bara spyr, engin sérstök ástæða....

Kveðja,

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sammála Einari, þetta stuðar
En er í raun snilldarhugmynd.
Þarna næst fyrst og fremst lengri virkur spaði innan minni hrings og eins og Sverrir segir þá næst með því meiri snúningur án þess að endinn nái hljóðhraða. Ef endarnir fara yfir hljóðhraða veldur það bæði miklum hávaða og mikið minni nýtni.
Þetta er hægt að gera með því að fjölga skrúfublöðunum en hér ná þeir því sem sagt án þess.
Þetta er ekkert nýtt. Svokallaðir Scimitar spaðar hafa verið til síðan flugvélar voru úr bambus, striga og snæri. En hér snúa þeir "öfugt".
Það sem gæti verið nýtt hérna er að þetta "öfuga" scimitar form virki kannski til að minnka tip-vortex myndun eins og flottu vængendarnir sem eru komnir á alla farþegaþotuvængi. Slíkir vængendar geta aukið nýtni um allt að 10% með því að minnka iðuna sem myndast og þar með dragið sem af því hlýst.

Loftkrúfuspaðarnir eru ekkert annað en vængir og dragið sem myndast þar sem loftið sleppir spaðaendanum er talsvert.
Á þessari mynd sést hvernig gufa myndast þar sem loftstraumurin losnar af skrúfublaðsendunum og myndar iðu við hvern spaðaenda sem veldur talsverðu dragi:


Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Gaui
Póstar: 3228
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Gaui »

Hvaða dagur er í dag ????
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Árni H
Póstar: 1490
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Árni H »

Þetta nær a.m.k. toppskori á norðlenska "Nein, nein, nein!" skalanum :D

Passamynd
Gaui
Póstar: 3228
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Gaui »

Ég rakst á þessa bráðsnjöllu lausn fyrir erfiðu störtin á HobbyQueen í dag: Electric Chicken Stick, eða Rafmagnaður startstautur

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Heheh ég er allavega hrifinn af þessu. Og umræðan um þetta er búin að vera í gangi síðan í fyrrasumar svo ekki var það fundið upp í dag.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Ég rakst á þessa bráðsnjöllu lausn fyrir erfiðu störtin á HobbyQueen í dag: Electric Chicken Stick, eða Rafmagnaður startstautur

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 655050.jpg

:cool:[/quote]
Já, en ekki þau stört sem menn helst stunda í okkar íþrótt. Þetta er tæki til að losa um norðlenskar vetrarhægðir. Þegar frýs í útrásinni þá er þessu stungið í samband og inn í viðeigandi op. Það hitnar svo hæfilega til að þýða tappann :D :lol:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10825
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 01.04.2011 - Nýjir spaðar

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gaui]Hvaða dagur er í dag ????[/quote]
Búinn að týna dagatalinu þínu?
Icelandic Volcano Yeti

Svara