Heinkel He 111 F8+GM

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Snemma kvölds 21. maí 1941, tók Heinkel He 111 H-5 frá KG 40, Luftflotte 3, með merkingarnar F8+GM á loft frá Gardemoen flugvelli nálægt Osló til að gá hvort breski flotinn væri með einhverjar aðgerðir í gangi út af austurströnd Íslands. Ástæðan fyrir þessu flugi var að tveim dögum áður höfðu orrustuskipin Bismark og Prinz Eugen lagt af stað út í Norðursjóinn á leið út á Atlantshafið, og þýsk yfirstjórn vildu vita hvor nokkur hætta væri á að þau sigldu i flasið á Bretum.

Mynd

Flugstjórinn Ofw. Hans Dürfeld og þriggja manna áhöfn hans, Fw. Friedrich Harnisch, Ofw. Franz Breuer, og Uffz. Josef Lutz, áttu að kanna svæðið frá Shetlandseyjum upp að austurströnd Íslands í leit að breska flotanum.

Í niðaþoku um klukkan tvö um nóttina 22. maí heyrðu breskir hermenn á vakt á Vattarnesi á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar drunur í flugvél sem flaug framhjá þeim og íbúar í Reyðarfirði sáu glitta í flugvél í þokunni. Sumir þeirra töldu jafnvel að kviknað væri í flugvélinni og lýstu eldsrókum sem stóðu frá mótorum hennar. Tíu mínútum síðar heyrðu allir tvær miklar sprengingar.

Dürfeld flugstóri hafði náð að fljúga vél sinni inn í Reyðarfjörð í þokunni og tekið tvo til þrjá hringi í firðinum í leit að skipum, Síðan, þegar hann var að reyna að komast út aftur, flaug hann beint í klettaborgina á Krossanesi, norðan megin við mynni Reyðarfjarðar. Flugvélin gereyðilagðist og allir fjórir um borð létust.

Nokkrum dögum seinna klifu breskir hermenn frá Vattarnesi og íbúar Reyðarfjaðar upp á Krossanesið og fundu flugmennina fjóra. Þeir voru grafnir með viðhöfn í kirkjugarðinum í Reyðarfirði. Seinna voru líkamsleifar þeirra færðar til Reykjavíkur og grafnar í Fossvogskirkjugarði ásamt öðrum þjóðverjum sem létust við störf sín á Íslandi í stríðinu.

Bændurnir og búalið í Reyuðarfirði byrjuðu nú að ferja ofan af fjallinu allt brak sem hægt var að lyfta með góðu móti og árin eftir var hægt að sjá búta úr flugvélinni á og í húsum í nágrenninu, ásamt ýmsum innastokksmunum og tólum úr vélinni. Einn þekkji ég sem á meira að segja skammbyssu sem verið hafði eign eins áhafnarmeðlims..

Aðeins ein sprengja fannst á stanum og þar sem þessar könnunarvélar voru venjulega með fjórar um borð, þá er talið að hinar þrjár hafi sprungið eftir krassið.

Þessi saga um flug F8+GM og áhrifin sem það hafði á fólk í Reyðarfirði er efnið í kvikmynd sem kunningi minn ætlar að gera. Eitt af því sem hann vantar í myndina er stórt módel af flugvélinni og þar kom ég inn í söguna. Ég hef lengi haft augastað á þessari vél, en aldrei haft almennilega hvöt til að byrja á henni fyrr en nú. Og þeir félagar mínir hér fyrir norðan eru áhugasamir um þetta og ég hugsa að ég geti dregið þá með inn í smíðina ef og þegar ég þarf. Því miður er kvikmyndin unnin á áhugamannabasís og því enginn peningur til að gera neitt. Þetta módel verður líklega mitt framlag tim myndarinnar.

Og þá var fyrsta verkið að panta teikningar. Það var einfalt að velja þær, því Vance Mosher, heitinn, eigandi Vanguard Plans (http://www.vanvan.us), var búinn að teikna þær. Módelið er í 1/10 og er með vænghaf upp á um 2,20 metra. Það er spurning hvort við fljúgum módelinu inn í klettavegg fyrir kvikmyndavélarnar, en það verða áreiðanlega teknar einhverjar flugmyndir af því.

Ég set inn myndir næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Sverrir »

Snilld, gangi ykkur vel!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Stórspennandi hugmynd að gera heimildarmynd u vélina og nota tilefnið til módelsmíði. En af hverju ekki að nota módelsmíðina sjáfa sem aukatema í myndinni?
Það gæfi skemmtilegan "vinkil" og yrði æðisleg kynning á áhugamálinu.

Svo þarf ekki að eyðileggja neitt til að búa til áhrifaríkt myndskeið um brotlendinguna. Tölvugrafík eins og í Discovery þáttunum um flugatvik er ótrúlega áhrifarík
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Spitfire »

Skylduáskrift að þessum smíðaþræði. Skv. því sem ég hef lesið mér til inni á R/C Scalebuilder, þá hannaði Vance heitinn einstaklega falleg (og sjaldséð) skalamódel sem draumur er að smíða.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Rétt, Hrannar, draumur að smíða, en hrikalega flókin.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Messarinn »

Góður
hlakka til að sjá þetta
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Smá meiri sagnfræði, og nú með myndum.

Hér er möguleg flugleið vélarinnar frá Osló þann 21. maí þangað sem hún endaði feril sinn á Íslandi um nóttina 22. maí 1941.

Mynd

Þið munið þeir voru að leita að breska flotanum, svo þeir hafa líklega ekki flogið sérlega hátt.
Þegar þeir nálguðust austurströnd Íslands flugu þeir inn í þétta þoku og það er jafnvel líklegt að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvar þeir voru þegar þeir flugu inn í Reyðarfjörð. Þar tóku þeir að minnsta kosti tvo hringi, hugsanlega að reyna að finna leið út aftur og í lokin féll Dürfelf flugstjóri í þá gildru að halda að dökki bletturinn væri rof í þokunni og flaug beint á klettavegginn á Krossanesi:

Mynd

Að lokum er hér svo mynd af Dürfeld flugstjóra.

Mynd

Eins og þið takið hugsanlega eftir, þá er ég mikið fyrir sagnfræði og tel að það sé mikilvægt að vita eitthvað um flugvélina sem ég er að smíða og sérstaklega mennina sem flugu þeim. Þetta gefur módelinu aukið gildi. Þetta er þá ekki lengur bara flugvél, þetta er hluti af sögunni, það sem gerðist í gamla daga og atburðir og menn sem við megum ekki gleyma.

Predikun búin. ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Teikningarnar eru nú komnar frá Chuck Graves hjá Vanguard Plans. Ég er búinn að vera að smíða flugmódel lengur en ég vil muna, en ég man ekki eftir að hafa skoðað svona nákvæmar og vel útfærðar teikningar áður. Og það eru leiðbeiningar með, heilar 26 blaðsíður af þéttskrifuðum texta.

Mynd

Ég er líka búinn að kaupa nokkrar bækur um Heinkelinn og panta 3-view teikningar frá Bob Banka (http://www.bobsairdoc.com/).

Nú þarf ég að setjast niður með viðeigandi vökva (helst rauðan), skoða teikningarnar og lesa leiðbeiningarnar þangað til ég er búinn að uppgötva hvernig best er að snúa sér í að setja þessa stóru flugvél saman.

Ég þarf líka að skoða pöntun á gluggum, gondólum og hjólastellum frá Vanguard ásamt því að ná mér í góða og áreiðanlega .40 til .50 mótora.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Gaui »

Þá er efnið loksins komið frá Bob Holman og hægt eð fara að smíða.

Mynd

Krossviðurinn er svaka flottur og balsinn frábær. Laser skurðurinn er líka einn sá besti sem ég hef séð og einu vandkvæðin við hann er að hann er svo góður og nákvæmur að hlutirnir detta úr brettunum ef og þegar maður handleikur þau. Ég skil ekki hvernig framleiðandanum tókst að setja brettin í kassann án þess að hrist allt úr þeim.

Ef ég vil ekki að hlutirnir detti úr brettinu, t.d. afar mjóir skrokkrammar, þá set ég búta að límbandi á þá til að halda þeim á sínum stað.

Mynd

Aðra smáhluti má setja í smáhlutaskúffur eða plastpoka.

Nú, þegar ég er byrjaður að setja módelið saman, þá er fjöldi teikninga dálítið ruglandi og til að ég þurfi ekki að opna hverja teikninguna á eftir annarri til að finna þá sem ég þarf að skoða, þá er hér smá trix sem ég hef notað í nokkur ár:

Mynd

Ég skrifa innihald teikningarinnar á báða enda hennar. Þá skiptir ekki máli hvort ég rúlla henni upp frá hægri eða vinstri, ég get alltaf séð hvað er á henni og fundið þá sem mig vantar.

Sjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Heinkel He 111 F8+GM

Póstur eftir Árni H »

Flott! Það er nokkuð ljóst hvar þú eyðir jólunum í ár... :D
Svara