H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Frekar kalt var í veðri í sveitinni og skiptust á skin og skúrir. Ég greip því í að setja saman vélina sem sést á myndinni. Þetta er Ultra Stick 60 frá Hangar9. Er með flöpsum. Mótorinn í nefinu er DLE 20. þ.e. alvöru bensínmótor.

Vélinni er að nokkru leyti tyllt saman fyrir myndatökuna. Þó er búið er að líma saman væng, setja fjóra stýrifleti á vænginn, líma stél á skrokkinn. Eftir er að ganga frá stýriflötum í stéli, ganga frá öllum servóum, tank, mótor, o.fl. Spaðinn á mótornum er líklega 17x8 á myndinni, en verður væntanlega 15x8.

Ætla að grípa í að klára hana á næstu vikum þegar ég er í kofanum. Reikna með að hún verði nokkuð spræk með þessum mótor.

Mynd



Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Einn góðan veðurdag fer blessunin í loftið...

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Messarinn »

Já þetta kemur smá saman hjá manni ;)
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Góðir hlutir gerast hægt...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Vélin átti reyndar að fara í jómfrúrflugið í sumar, en vegna anna við smíði á mun stærri grip í sumar stóðst sú áætlun ekki. Lítið annað er eftir en að skorða batteríin og tilkeyra. Það er þó á áætlun næstu daga.

Þetta er ósköp lítil og handhæg vél gerð fyrir .60 mótor, en er nú með 1.20 bensinmótor. Góður hljóðdeyfir og 3ja blaða spaði til að lágmarka hávaðamengun. Flapsar til að auðvelda flug af litlum velli. Koltrefjafætur.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Loksins flaug ég vélinni á Hamranesi í dag, en hún er búin að hanga lengi í loftinu í skúrnum. Gekk bara vel. Aflið yfirdrifið og mótorinn gangviss. Mótorinn, DLE20, snéri 3x15x8 spaðanum 1800 - 8300 RPM.



Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5876
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir maggikri »

Flottur Ágúst til hamingju með þetta!
kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Það sakar ekki að minnast á, að þegar ég prufukeyrði vélina í innkeyrslunni (konan var ekki mjög hrifin af uppátækinu) tók ég eftir að stélvængirnir titruðu ógurlega. Mér leist ekkert á blikuna, því efnið í þessari vél er mest loft, eins og í íslensku bönkunum fyrir hrun.

Ég límdi því koltrefjateina sem vængstífur á stélið, og sést það óskýrt á myndunum. Það breytti öllu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Agust »

Ég nota svona Kill Switch fyrir mótorinn:
http://www.justengines.unseen.org/acata ... ories.html

Þannig get ég drepið á mótornum frá fjarstýringunni með því að rjúfa strauminn frá rafhlöðunni að kveikjunni. Annar kostur er að ég þarf ekki sérstakan rafhlöðurofa í flugvélina fyrir kveikjurafhlöðuna. Þegar ég tek strauminn af viðtækinu fer straumurinn einnig af kveikjunni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: H9 Ultra Stick 60 + DLE20

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Það sakar ekki að minnast á, að þegar ég prufukeyrði vélina ... tók ég eftir að stélvængirnir titruðu ógurlega.[/quote]

Ég verð eiginlega að spyrja hvort þú hafir haft vænginn á í innkeyrslunni. Ég hef oft sé menn keyra upp mótor á módeli án þess að hafa vænginn á. Þá gerist það að allur titringur frá mótornum, sem annars færi út í vænginn og hyrfi þar, fer beina leið í stélið og sveiflar því ógurlega.

Vængurinn virkar eins og jafnvægisstangir á ýmsum verkfærum og draga til sín titring án þess að hann sjáist eða geri óskunda. Stélið, hins vegar, ræður yfirleitt ekki við hann.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara