Síða 1 af 1

Re: 16.06.2006 - Flugmódelsýning á Glerártorgi

Póstað: 16. Jún. 2006 20:30:30
eftir Sverrir
Flugmódelfélag Akureyrar var með flugmódelkynningu og sýningu á Glerártorgi í dag og þótti hún takast vel. Dreift var kynningarefni um flugmódelflug ásamt því sem að áhugasamir gátu skráð sig í félagið á staðnum.

Þessa viku hafa nokkur flugmódel hangið til sýnis í loftinu á Glerártorgi og svo bætust nokkur við í dag en óhætt er að segja að mestu athyglina hafi Yak 55 og Sopwith Pup í eigu Þrastar Gylfasonar og Guðjóns Ólafssonar vakið.

Hægt er að sjá myndir frá sýningunni í myndasafni Fréttavefsins.

Re: 16.06.2006 - Flugmódelsýning á Glerártorgi

Póstað: 17. Jún. 2006 00:52:21
eftir Birgir
Hefði verið gaman að vera á þessari sýningu.
Mjög flottar myndir..