Síða 1 af 1
Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 21. Jún. 2011 14:12:41
eftir helgirunar
Sælir kæru sam-módelmenn...
Er smá að vandræðast með fjarstýringarmál. Vinur minn sem er að byjra í sportinu ætlar að fá sér fjarstýringu og spurningin er hvaða tegund sé heppiegust. Persónulega er ég með 9 rása JR stýringu (35 Mhz) og mér datt í hug að hann fengi sér líka JR upp á naflastreng og að samnýta simma. Er þetta kannski bata bull í mér? Virkar Futaba í JR með nafnlastreng? Hvernig er með naflastreng á milli 35Mhz og 2,4 Ghz ?
öll hjálp vel þegin...
Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 12. Júl. 2011 23:25:39
eftir Björn G Leifsson
Sé að það er enginn búinn að svara þér.
Í stuttu máli þá er svarið, já, maður á gjarnan að fá sér fjarstýringu af sömu gerð og félagarnir sem maður ætlar að fá hjálp frá.
Það skiptir ekki máli hvort báðar eru á sömu tíðni, þú getur "snúrað" vin þinn þó hann sé með 2,4GHz og þú með 35, lærlingsstýringin sendir ekki, bara kennarastýringin.
Það er (yfirleitt) auðvelt að tengja saman stýringar af sama merki td JR í JR eða Futaba í Futaba.
Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 9. Maí. 2013 10:29:42
eftir helgirunar
Takk fyrir svarið...
Er að leita mér að byrjunar stýringu fyrir vin minn.... Ætla að kaupa á HobbyKing síðunni og láta senda, þarf að vera 5 rása og 2.4 Ghz, er einhver með meðmæli með einhverri sérstakri? Hann ætlar bara að nota þetta fyrir flugvélar...
Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 9. Maí. 2013 11:18:13
eftir einarak
við erum nokkrir með Turnigy 9X, og hafa þær reynst mjög vel miðað við verð.
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... ware_.html
Svo er komin ný útgáfa af henni
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... dule_.html, en ég get ekki svarað um ágæti hennar þar sem ég hef aldrei prufað slíka, en almennt eru menn ánægðir með hana.
Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 9. Maí. 2013 13:40:23
eftir Páll Ágúst
Þessi 6 rása Orange 2,4ghz fær líka fína dóma
http://hobbyking.com/hobbyking/store/__ ... de_2_.html
getur fundið review á youtube

Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 10. Maí. 2013 01:24:47
eftir helgirunar
En þessi 6 rása JR? Er einhver með reynslu af henni?
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... de_2_.html
Reyndar alveg 180$ sem er töluvert meira en þessi Orange & Turnigy... En ætli hún sé þeim mun betri?
Re: Fjarstýringa pælingar
Póstað: 10. Maí. 2013 01:40:38
eftir einarak
Þessa væri þá skynsamlegra að kaupa frá Als Hobbies í bretlandi, kostar nánast það sama þar og töluvert auðveldara að fá þjónustu ef eitthvað amar að.
http://alshobbies.com/shop/lookupstock.php?pc=56191