Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Það væri fróðlegt að fá smá umræður frá reynsluboltum um flapperónur.

Ég þykist vita að Lárus setur báða hallastýrifletina á listflugvélinni sinni upp (spoilerons) fyrir lendingu. Aðra hef ég séð setja hallastýrin niður (flaperons).

(Hugtakið spoilerons er kannski ekki alveg rétt í þessu samhengi... Nota það samt.).

Hvort er betra og hvers vegna?

Ég er með Fun-Time svifflugu sem ég hef flogið gríðarlega mikið í meira en áratug. Hallastýrin eru á vængendunum og engir flapsar. Ég lyfti hallastýrunum upp í aðflugi fyrst og fremst til að búa til lofthemla svo vélin komi brattar niður. Trimma um leið hallastýrið aðeins niður.

Mín Cap232 með OS70FS er með hallastýrum sem ná yfir 50 cm af vænghelmingnum, en 15 cm eru án hallastýris og flapsa. Þetta er sá hluti vængsins sem stendur út frá skrokknum.
Ef ég lyfti hallastýrunum aðeins upp þá er ég búinn að búa til smá "washout" og um leið litla (15cm) óbeina flapsa á á vænginn. Þannig ætti að vera minni hætta á ofrisi. Jafnvel er ég um leið búinn að búa til smá lofthemla.


En ef hallastýrin ná eftir endilöngum vængnum eins og algengt er (strip ailerons), hvort er þá betra að setja bæði hallastýrin upp eða niður? Hvað haldið þið og hver er ykkar reynsla?

Hvað er hæfilegt að setja hallastýrifletina mikið upp eða niður? Hve mikið trim á hallastýrið?

Hvað gerið þið?

Flaperons Spoilerons Gúglað: http://www.google.is/search?hl=is&clien ... 0l0l0l0ll0 (156.000 tilvísanir).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Þessi vídeó skýra aðeins um hvað málið snýst.





Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Olddog »

Sæll Ágúst. villtu löngu skýringuna eða þá stuttu? :-)

Einsog þú bendir á nota ég upp elrónur eða spoilerones á vélar með lága vænghleðslu og þyngdar punktinn aftarlega,( þar sem elrónur eru settar upp 10-15deg. í lendingum, ) sem er ekki alveg rétt nafn held ég, og ég veit ekki til þess að þetta sé notað á full-scala vélum, en algengt á módelum.
Flaperones þ.e.a.s. þegar elrónur eru settar niður með flöpsum er vel þekkt á full-skala sem og á módelum.

Hér er um tvennt alveg óskylt og ekki notað í sama tilgangi. Flaperones þekkjum við það er í fullskalanum notað einfaldlega til að auka lift í lendingum til að bæta við "downflection af lofti" til að geta flogið hægar, i.e. flapsarnir eru einfaldlega stækkaðir með því að gera elrónurnar að flöpsum líka að hluta til. Þetta eykur drag verulega og eykur áfallshorn vængsins. Fyrir flugmódel, sérstaklega listflugvélar sem eru með þyngdarpungtinn aftarlega til að fljúga aerobatic vel t.d. F3A patternvélar og 3D vélarnar. er þetta ekki gott vegna þess að við aukið áfallshorn færist "center of lift" (liftmiðjan) framm í vænginn og getur auðveldlega farið framfyrir "Center of Gravity" (þungamiðju) og þá geta menn gert sér í hugarlund hvað skeður. (nýtt kit verður til)

Flapsar á móðelum eru bara fyrir skala, og ætti bara að notast sem slíkir.

Spoilerones er allt önnur ella. Og að mínu mati alveg ómissandi á vélar sem fljúga best með C.G. aftarlega, og sérstaklega ef þær hafa lága vænghleðslu.

það sem skeður einfaldlega er að áfallshornin milli vængs og hæðarstéls breytist, þetta áfallshorn er kallað " Longitutional Dihedral" eða "Decalage"
Ef við hugsum okkur listflugvél sem er með vængin og hæðarstýrið jafnt, i.e. í núll gráðum þá skeður það að 10deg upp hallastýri jafngyldir því að vængurinn fari í 10 gr. niður (mínus) og stélið sé í 0 deg.

Þetta gerir að verkum að til þess að ná áfallshorni á vænginn sem framkallar ofris, ´( 14 til 18 Gr.) þarf að lyfta skrokknum mun hærra en ella -. Þegar hallastýrin eru sett upp (Spoilerone) þá minnkar líka liftið í vængnum og vélin setur nefið niður til að halda trim hraðanum, þessvegna er venjulega haft mix á upp hæðarstýri um leið þannig hægir vélin á sér (annar trim hraði) en kemur samt aðeins brattara niður sem er gott þannig að þegar halað er í fyrir lendinguna hefur vélin minni tendens til að fljóta, hún er mjög stöðug og hefur ekki tendens til að fara á vænginn, og lendir strax. Hún er mjög stöðug í aðfluginu vegna þess að center of lift fer ekki fram í vænginn, heldur aftur sem virkar eins og að vélin verði nefþyngri. þessvegna fer hún brattara niður nema hæðarstýri sé mixað upp um leið.

Þetta virkar því einnig vel á svifflugurnar þar sem þær hafa líka lága vænghleðslu.

Það er svo líka einsog þú nefnir, alveg bingó að setja upp elrónur þegar elrónur eru t.d. bara á hálfum vængnum , þvi þá myndast pottþéttur útiþvottur (Wash-out) .á vængina sem kemur í veg fyrir að vængendarnir stolli.

Hvað varðar hversu mikið á að setja hallastýrin upp (svara ekki hinu því þá á bara að vera skalamál á skala vélum og þar eru trim breytingin bæði upp og niður eftir því hvort vélin sé háþekja eða láþekja) Ég nota 10- 15 gr upp, og prufa mig svo áfram með upp á hæðarstýrinu eftir því hvernig vélin brekst við upp hallastýrunum og hversu hratt maður vill fá vélina niður, eða hversu hægt eða hratt maður vill að hún fljúgi.

Ef einhver hefur spurningar , þá skal ég reyna að svara þeim, en endilega spyrja, og koma með athugasemdir ..

MKV
LJ
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Takk fyrir ítarlegt svar Lárus. Það var einmitt svona sem ég óskaði mér :-) Svo mættu aðrir gjarnan leggja orð í belg því þetta er mál sem flestir gætu nýtt sér og haft gagn af.

Ég ætla að lýsa því hvað ég hef verið að bralla og hvers vegna ég er að spyrja um reynslu manna:

Vorið 2004 fékk ég verktaka til að koma með tætara á traktor og slétta nokkuð grófan lyngmóa nærri sumarbústaðnum svo ég gæti gert tvær brautir. Einhvers staðar varð ég að setja mörkin og miðaði við tvær 60m langar brautir. Ég tók svo við og hamaðist einn samall eins og naut í flagi næstu daga. Sléttaði allt saman (um 2000 m2) með hrífu, sáði með 20kg af grasfræi og bar á 80 kg af áburði. Allt með höndunum. Fyrsta flugið tók ég í ágústmánuði með CAP232 minnir mig.

Loftmynd af vellinum má sjá hér: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=4129

Þar sem brautin er frekar stutt og landið umhverfis það þýft að það hreinsar hjólastellið undan ef lending mistekst hef ég beitt ýmsum ráðum, svo sem að nota flapsa, crow, butterfly, eða bara sideslip til að koma vélinni bratt niður og koma í veg fyrir yfirskot. Það hjálpar ekki til að í einni aðflugsstefnunni er gömul sveita-rafmagnslína (einn vír) í um 100 metra fjarlægð.

Vélarnar sem ég hef flogið hér í sveitinni eru þessar:


Kyosho CAP232
með 70 FS mótor. Þessari vél hef ég stundum slippað (sideslip) inn til að minnka hæð, en var einmitt í gær að klappa henni og gera klára til flugs. Þess vegna vakti ég máls á þessu. Á þessari vél hef ég aldrei prófað að setja hallastýrin upp (spoilerons eða crow), en prófaði eitt sinn með hálfum hug að nota flaperons, en það hefur auðvitað öfug áhrif við það sem ég óskaði eftir. Ég notaði sem sagt oft sideslip til að lækka flugið örar. Í gær setti ég inn í prógrammið og lendingarrofann góða uppsveigju á hallastýrin og hæðarstýrið. Eiginlega heilan helling. Svo er spurning hvernig viðrar í dag...

Fun Time er sviffluga sem ég hef flogið mikið síðan á síðustu öld og flýgur mikið enn. Nú er hún með öflugum outrunner og LiPo sem gefur lóðrétt klifur. Þessi gamla 2,8m vél er ekki með flapsa, en hallastýrin eru á vængendunum. Ég set þau óspart bæði upp í aðflugi sem lofthemla og virkar það vel. Kallast á útlensku crow (kráka).

Big Lift er nokkuð stór háþekja frá Multilex. 2,2m vængur með stórum flöpsum og Zenoah 23. Nota flapsana í flugtaki til að stytta flugtaksbrunið (lítið niður) og sem hemla í lendingu (mikið niður og mikið drag). Ég hef ekki enn virkjað hallastýrin sem crow. Þetta er nokkuð stór vél og kemur sér vel að hafa stóra flapsa á stuttum grasvellinum (STOL). Reyndar er vængurinn með innbyggt washout sem ég bætti við þegar ég smíðaði vélina.

Super Stearman með 45 tvígengismótor var mikið flogið. Þetta er lítil tvíþekja sem flaug eins og engill. Hentaði mjög vel og þurfti ekki neina lofthemla því hún kom frekar bratt niður. Var með gíró á hallastýrum og flaug vel í vindi. Er nú kominn með aðra sömu gerðar. Flutti hluti úr gömlu vélinnni í þá nýju, þannig að eiginlega er það sama vélin. Alla vega flutti ég sálina úr þeirri gömlu í þá nýju :-) (Reyndar flutti ég einnig sálina úr gömlu CAP232 Breitling í nýju CAP232 Breitling, þannig að í mínum huga er það alltaf sama vélin).

Ultra Stick E er lítil öflug rafmagnsvél með flöpsum. Vængurinn er með "öllu". Get sett hallastýrin upp í crow með rofa, flapsana niður með stilliviðnámi á hlið fjarstýringarinnar og samtengt hallastýri og flapsa með rofa til að búa til stór hallastýri sem ná yfia allan vænginn. Oft nota ég samtímis hallastýrin upp og flapsa niður sem butterfly lofthemla. Þetta er algjör draumavél í lendingu. Crow eitt og sér er gott til að koma sæmilega bratt niður, butterfly eru það miklir lofthemlar að hægt er að koma lóðrétt niður (í alvöru), og flapsarnir nýtast vel þegar maður vill koma hægt inn síðasta spölinn. Butterfly gefur auðvitað miklu meira washout en flapsarnir eða crow/spoilerons eitt og sér og er hægt að fljúga fáránlega hægt þannig með hjál mótorsins.

---

Sem sagt, nú er meiningin að prófa að nota almennilegar spoilerónur á CAP232. (Mér finnst réttara að nota crow frekar á vængi þar sem hallastýrin eru á vængendunum).

Ég held sem sagt að þetta sé nokkuð sem menn geta haft mikið gagn af á flestum flugmódelum. Best finnst mér þó að hafa flapsa líka (er með þannig á UltraHots(ZG62 listflugvélinni gömlu), en næstbest er að nota hallastýrin sem spoilerons eða crow.

Ef menn eru að fikta svona, þá er bara að varast að búa ekki til wash-in í stað wash-out. Þegar ég setti hallastýrin á CAP232 niður, þá bjó ég einmitt til stórvarasamt wash-in þar sem hallastýrin ná ekki yfir allan vænginn. Þess vegna var ég hálf hræddur við það fikt.

(Wash-out er það þegar vængurinn er undinn þannig að áfallshornið á vængendann er minna en á rótina við skrokkinn. Sambærilegt myndast þegar flapsar eru niðri eða hallastýrin bæði upp. Vængurinn ofrís þá seinna við vængendann en vængrótina og vélinn veltur síður út á hlið við ofris með tilheyrandi brothljóðum).

Orðið er laust... Hvað hafið þið prófað...?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Gaui K »

Þetta er skemtileg lesning hjá ykkur :)

Ég var aðeins byrjaður í fyrra að reyna með flaperon á Ugly Stick en mér dauðbrá bara og hélt ég væri að gera þetta vitlaust.
þe.þegar ég setti plaperon á (sennilega alltof mikil færsla á þeim) þá steyptist hún á nefið niður og þá fannst mér þetta als ekki virka eins og ég hafði séð þetta fyrir mér :)

en nú spyr ég : ef þið setjið flaperon mixið þið æðarstyrið með því? þe.látið hæðarstyrið toga meira í.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Gaui
Þetta er útskýrt nokkuð vel í myndböndunum hér að ofan, sérstaklega því efra með rauðu vélinni.

Í stuttu máli og gróft sagt (Lárus lýsir þessu nákvæmar):

Bæði hallastýrin upp. Byrja með t.d. 5mm og síðan má gjarnan auka ef með þarf.

Hæðarstýrið upp á sama tíma með sama rofanum. Hve mikið verður maður að giska á og prófa sig áfram. T.d. mætti prófa með 3mm í byrjun.

Þegar bæði hallastýrin fara upp (spoileon eða crow) þá þrýstist framendi vélarinnar niður og hún steypist eins og þú lýstir, ef ekkert annað er gert. Því þarf að jafna það með því að þrýsta afturhlutanum einnig niður með hæðarstýrinu. Þetta er nokkurn vegin þannig.

Þannig myndast mikið drag og vélin missir hæð, en er samt vel stöðug. Þetta eru áhrifin sem ég er að reyna að ná, frekar en að vélin fljúgi hægar eins og með flöpsunum niður.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Olddog »

Sæll Gaui

Á Pretty Stikkinu þínu þá ertu með hallastýri og flapsa er það ekki? þ.e.a.s. 4 stýrifletir á vængnum.

MKV
LJ
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir einarak »

Ég var aðeins að hugleiða þetta líka, ég er með 110cm Mini Katana, og hún á það til að tip stalla ef hún kemur of hægt inn og detta á aðra hliðina. Hún er nátturulega ekki með flapsa og elrónurnar ná nánast alveg inn að vængrót eða 5cm frá henni. Er þetta ekki einhvað sem hægt væri að laga með spoilerons?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Sverrir »

Crow er gott mál, mikið notað í þotuheiminum. Sjáið líka á myndunum þessa mixingu á hæðarstýrunum.

Intro
Mynd

Viperjet
Mynd

Futura
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hallastýrin sem lendingaflapsar (Flaperons). Upp eða niður?

Póstur eftir Agust »

Sæll Einar.

Ég get ekki svarað þessu. Þú ættir samt að prófa þetta, en með litlu útslagi í byrjun og auka það síðan smám saman. Það er lítið mál að prófa, þar sem þetta er tengt rofa og auðvelt að breyta til baka hvenær sem er. Prófa í góðri hæð fyrst.

Taktu eftir rafmagnsþotunni í seinna myndbandinu hér fyrir ofan. Þar ná hallastýrin alla leið inn að vængrótinni.

Láttu okkur svo vita af reynslu þinni!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara