Síða 1 af 1
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 13:28:49
eftir ingohaf
Hefur einhverjum tekist að fá Realflight G2 herminn til að virka í Vista hjá sér? Ég er búinn að finna spjallborð erlendis þar sem mönnum hefur tekist þetta en hvergi með góðar leiðbeiningar hvernig þeir fóru að því og sums staðar sagt að það sé ekki hægt (sem er samt öfugmæli ef mönnum hefur tekist að fá það til að virka).
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 13:58:19
eftir Tóti
Ég er með Reflex hermi. Þar er sama vandamál. Ekki hægt að installa á Vista eða Win7. En lausnin er að installa á WinXP og svo bara copy-era program möppuna yfir í Vista/Win7, og allt virkar fínt.
Kv
Toti3D
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 18:39:12
eftir Agust
Ég er með gamlan Aerofly Pro Deluxe með nýlegri uppfærslu og keyri hann á nýlegri PC með Windows-7 64 bita. Gengur mjög vel. Skjárinn er HP LP2475w 1200x1920.
Smellti þessu myndum af fluginu á skjánum áðan:
Hvernig get ég tekið vídeó af svona flugi og sett á YouTube?
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 19:36:08
eftir Sverrir
Þarft forrit sem taka upp af skjá, t.d.
Fraps eða Camtasia
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 20:28:53
eftir ingohaf
Takk fyrir hugmyndina Tóti, átti leikinn uppsettan á hörðum disk úr gömlu tölvunni og prufaði að setja hann inn á tölvuna með Vista stýrikerfið en virkar ekki. Kemur melding um að leikurinn sé óuppsettur.
Best að klóra sér eitthvað meira í hausnum yfir þessu.
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 21:22:01
eftir Páll Ágúst
[quote=Agust]Ég er með gamlan Aerofly Pro Deluxe með nýlegri uppfærslu og keyri hann á nýlegri PC með Windows-7 64 bita. Gengur mjög vel. Skjárinn er HP LP2475w 1200x1920.
Smellti þessu myndum af fluginu á skjánum áðan:
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 718143.jpg
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 718191.jpg
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 718221.jpg
Hvernig get ég tekið vídeó af svona flugi og sett á YouTube?[/quote]
Ágúst, hveernig geriru svona velli fyrir herminn? Er það erfitt? Er með sama hermi og væri alveg til í að geta sett hamranes inn
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 3. Júl. 2011 21:42:17
eftir Agust
Ég gerði þetta fyrir nokkuð löngu og man það ekki í smáatriðum. Tók 36 eða 48 myndir til að búa til kúlupanórama...
Hér fann ég upplýsingar sem gætu verið þær sömu og ég notaði:
http://home.arcor.de/rainerstein/afp/afp.html
Smella á "AFP mit Panoramabilder so gehts" (Síða frá 2004).
http://home.arcor.de/rainerstein/AFP_pano/
Svo má kannski nota Google til að finna meira.
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 4. Júl. 2011 13:06:11
eftir Pitts boy
Þetta er hægt!!! Ég er með G2 uppsettan og hann virkar í Windows 7 fartölvu sem ég er með.
Ég man ekki alveg hvernig ég fór að þessu en mig minnir að þegar maður er búin að hlaða honum inn hægrismelli maður á G2 ikonið smelli á properies og svo þar á flipa sem heitir compatibility og velji þar að hermi keyra G2 eins og í windows XP.
þú getur reynt þetta ég kíki kanski betur á hvernig ég gerði þetta þegar ég verð við fartölvuna mína næst.
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 4. Júl. 2011 14:21:20
eftir Gaui
Bara setja upp Ubuntu Linux og þá þarf maður ekki lengur að hafa áhyggjur af því hvort leikir virka eða ekki
Re: Realflight G2 hermir í Vista stýrikerfi
Póstað: 4. Júl. 2011 20:37:33
eftir ingohaf
Þetta hafðist eftir að hafa föndrað lausnir frá nokkrum í eina lausn. Veit ekki hvort hægt er að fara einhverja styttri leið en vandamálið í upphafi var að stýrikerfið neitað að hefja uppsetningu á leiknum. Á spjallborðum erlendis var sagt að með því að slökkva á User accounts yrði þetta ekkert mál sem var í mínu tilfelli bara hálfur sigur því eftir uppsetningu þarf tölvan að afrita einhver skjöl af disknum yfir á harða diskinn sem hún gerði ekki. Þá tók ég svarið frá Pitts boy en tölvan hafði þegar valið XP compatibility en þó svo að ég sé skráður inn í tölvuna sem admin þá virðist trikkið vera að haka í að keyra eigi leikinn sem admin (eins órökrétt og það er). Leikurinn kominn á fullt flug og kveikti aftur á User accounts til að losna við endalausa viðvörunarglugga.