Síða 1 af 1

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 10. Júl. 2011 07:11:02
eftir Agust
Oft þarf maður að breyta úr einni mælieiningu í aðra. Til dæmis eru mótorar ýmist gefnir upp í rúmsentímetrum eða rúmtommum. Það getur ruglað mann gersamlega.

Hvað er t.d. 26 rúmsentímetra mótor margar rúmtommur?

Spyrjum bara Gúgla sem veit bókstaflega allt...

Ég skrifa bara í leitargluggann:
26 cubic centimeters in cubic inches

Eftir 0,07 sekúndur (minna en augnablik) svaraði Gúgli:
26 (cubic centimeters) = 1.58661735 cubic inches

-

Meira um þessa einstöku hæfileika Gúgla vinar míns hér:
http://www.google.is/intl/is/help/featu ... calculator

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 10. Júl. 2011 10:23:02
eftir Haraldur
Ef þú ert með windows 7 þá hafa þeir uppfært reiknivélina sína (Calculator) og er hún nú með innbyggðu "unit conversion" og fleirru skemmtilegu.

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 10. Júl. 2011 10:26:57
eftir Björn G Leifsson
Annar góður vinur,sem hjálpar okkur við alls kyns útreikninga og staðtölufræði er hann WolframAlpha Hann setur hlutina fram á annan hátt en Gúgel og ef ekki er hægt að reikna út svarið eða slá því upp, þá segir hann manni kurteislega að hann sé ekki viss um hvað maður eigi við.
Þar sem Gúgel og Wolfram eru líkir en samt ólíkir og geta stundum hjálpast að, þá datt einhverjum snillingnum í hug að sameina þá í einni leitargátt:

Goofram

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 10. Júl. 2011 14:18:16
eftir Guðjón
Rúmmálskvarðinn er lengdarkvarðinn "í öðru" er það ekki?

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 10. Júl. 2011 16:31:49
eftir Haraldur
[quote=Guðjón]Rúmmálskvarðinn er lengdarkvarðinn "í öðru" er það ekki?[/quote]
Nei, rúmmál er í þriðja veldi (hæði x lengd x breidd), þ.e. 3svar sinnum metri, þ.a.l. m^3

Fermetri er í öðru veldi (lengd x breidd).

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 11. Júl. 2011 14:20:08
eftir hrafnkell
Svo er skemmtilegt að gera fleira með google.. til dæmis kostnaðarútreikningar

Ég er t.d. með einhvern hlut sem er seldur per pund í usa, en per kg í bretlandi.. hvort ætli sé ódýrara í evrum talið?

15 usd / lbs in eur / kg
33 gbp / kg in eur / kg

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 11. Júl. 2011 20:45:03
eftir einarak
Google veit líka svarið við "the ultimate question" ;)

Hvað þarf maður eiginlega að vita meira?

Re: Að breyta rúmsentímetrum í rúmtommur og fleira slíkt með hjálp Gúgla

Póstað: 12. Júl. 2011 12:44:58
eftir Agust
Var ekki fjallað um svarið á Fréttavefnum fyrir nokkrum mánuðum?

Eftir á að hyggja, líklega var það annars staðar....