Alternator í bensínvél?

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Lenti í því að fá smá grúsk-kast í kvöld :P

Vandamál: Batteríin sem drífa móttakara og kveikju í bensín (og nítró) vélum þarf að hlaða reglulega svo þau gagnist. Af hverju er þetta ekki eins og í bílnum þar sem maður hugsar ekkert um að hlaða batteríið (nema auðvitað þegar það er orðið gamalt og þreytt)?

Lausn?: Í bílnunum er tæki sem oftast er drifið með reim (viftureim) sem kallast alternator og gefur straum í það sem þarf og heldur geyminum hlöðnum.

Hvað er til?: Sullivan framleiða veigalítinn rafal til að setja á minni glóðarhausmotora og svo einhver fín dýrindi sem eru innbyggð í spinnerinn og virðist beint til peningastinnra þróunaraðila fyrir ómönnuð loftför.

Hvað væri fróðlegt að prófa: Ég fór eiginlega að hugsa um þetta þegar ég var að leika mér við að snúa einum svona brössless mótor í höndunum og datt þá í hug að auðvitað hægt að nota hann "öfugt" eins og aðra rafmótora, til þess að breyta hreyfingu í straum. Þetta væri kannski kjörið apparat til að nota á sama hátt og alternator í bíl og fljúga án þess að þurfa að vera að hlaða batteríin á jörðu niðri.
Kosturinn væri að han notar engin "kol" eða "bursta" sem eyðast og stela orku (sem sagt "brushless")

Gúgel frændi fann svo þetta þar sem svona mótor hefur verið möndlaður á þyrilvængju með heilmiklum tilfærslum.

Það ætti að vera frekar frekar auðvelt að smíða stöðuga, færanlega (til að strekkja reimina) festingu fyrir brössless mótor við hliðina á mótoröxlinum, fundið passandi kílreim, hjól á alternatoröxulinn og látið renna kílrauf í kasthjólið.
Þá er bara eftir að útbúa afriðil til að breyta þriggja fasa riðstraumnum í jafnstraum, filter til að jafna út sveiflur í straumnum (fá burt truflanir) og svo spennujafnara því útspennan breytist jú með snúníngshraðanum.


Einhver sem hefur pælt í þessu, fundið svona útbúnað eða jafnvel smíðað sjálfur?



Afriðilsbrú með sex díóðum fyrir 3 fasa:
Mynd
Myndin fengin héðan
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Agust »

Það á að vera auðvelt að nota svona mótor sem rafala. Menn hafa verið að nota stærri útgáfur en við notum í vindrafstöðvar.

Þessi mótorar eru notaðir í t.d. þvottavélar. Eiginlega eru þetta þunnir flatir outrunner mótorar sem kenndir eru við pönnuköku.

Ef maður gúglar t.d. orðin pancake motor wind generator þá kemur væntanlega eitthvað í ljós. Ég talaði við mann um daginn sem var að spá í að smíða vindrafstöð með svona mótor sem hann var búinn að ná sér í á Ebay. Mig minnir að hann hafi nefnt 600W.

http://www.google.is/search?hl=is&clien ... 0l0l0l0ll0

http://www.google.is/search?q=pancake+m ... 00&bih=839


Þetta er nú smá útúrdúr. Liklega of stórt fyrir flugmódel.

En svo eiga menn auðvitað að nota bensínmótora með innbyggðri rafstöð eins og fengist hafa í áratugi, og þá á ég auðvitað við mótora eins og t.d. frá Zenoah með magnetukveikju. Svínvirkar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir einarak »

Og ef menn eru komnir með utaná lyggjandi brushless mótora sem rafal þá ætti líka að vera hægt að snúa dæminu við og nota hann sem startara. Þetta er einhvað sem er í þróun í bílaheiminum, mig minnir að annað hvort Renault eða Peugeot hafi einhvað verið að þróa þetta.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]...
En svo eiga menn auðvitað að nota bensínmótora með innbyggðri rafstöð eins og fengist hafa í áratugi, og þá á ég auðvitað við mótora eins og t.d. frá Zenoah með magnetukveikju. Svínvirkar.[/quote]
Magnetukveikjan "leysir" jú bara hálfa þörfina. Hún er í raun alternator sem gefur rafpúlsa sem fara beint í kertið.

Það sem ég er að velta fyrir mér er straumurinn fyrir móttakara og servó.
Gúgel frændi er búinn að finna fyrir mig nokkrar frásagnir þar sem menn hafa gert akkúrat þetta sem ég var að hugsa um sem er rafall fyrir stærri bensínmótora. En ég finn ekki neinn tilbúinn útbúnað að kaupa. Sennilega vegna þess hversu margir mismunandi mótorar eru í gangi og að þetta kannski yrði frekar bilanagjarnt.

(Mikið hlakka ég til þegar ég finn eitthvað upp sem ekki einhver annar er löngu búinn að gera :P )

PS. Til gamans má geta þess að á einum ameríska umræðuvefnum hóf þjóðverji nokkur máls á þessari ágætu hugmynd. Það kom í ljós að ameríkanarnir voru frekar hræddir við að ræða þetta og reyndu að eyða umræðunni. Ástæðan reyndist sú að með svona útbúnaði má jú útbúa vél sem flýgur lengi og langt og væri þá hægt að nota til hræðilegra hryðjuverka. Slíkt þora menn greinilega varla að nefna þar í landi. Þjóðverjinn var reyndar búsettur í landinu starfa sinna vegna og baðst innilega afsökunar á að hafa vakið máls á svona skelfilegheitum. Hann sagði þó frá því að hann hefði útbúið 50cc flugvélina sína árangursríkt með brössless alternator.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=einarak]Og ef menn eru komnir með utaná lyggjandi brushless mótora sem rafal þá ætti líka að vera hægt að snúa dæminu við og nota hann sem startara. Þetta er einhvað sem er í þróun í bílaheiminum, mig minnir að annað hvort Renault eða Peugeot hafi einhvað verið að þróa þetta.[/quote]
Auðvitað, en ég gæti trúað því að til þess að það gangi í þessu tilviki þá þyrfti rafallinn/startarinn að vera ansi stór svo hann geti snúið mótornum. Þá yrði hann óþarflega þungur.
Rafmagnsþörfin fyrir servó er ekki svo stór og því hægt að hafa útbúnaðinn frekar léttan.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir einarak »

já reyndar þyrfti hann að vera ansi öflugur, en hann yrði nátturulega niðurgíraður
lulli
Póstar: 1249
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir lulli »

Vind-orka?
Er ekki alltaf "rok" þar sem thrustið skilar sér frá cowlingu og út.... líklega flókin straumstýring samt.
skemmtilegar pælingar þar sem flugmodelið gæti í raun alltaf verið til taks rétt eins og heimilisbíllinn ef þetta tækist að leysa.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=lulli]Vind-orka?
Er ekki alltaf "rok" þar sem thrustið skilar sér frá cowlingu og út.... líklega flókin straumstýring samt.
skemmtilegar pælingar þar sem flugmodelið gæti í raun alltaf verið til taks rétt eins og heimilisbíllinn ef þetta tækist að leysa.[/quote]
Eins og í mörgum eldri flugvélum sem ekki voru búnar rafkerfi, þá hafa menn komið fyrir vindmyllu til að knýja talstöð, transponder og annað nútíma glingur.
Eins og t.d. á þessum Piper Cub þar sem eigandinn tók startara fyrir módel og bjó til rafal:


Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Agust »

Var ekki gamli maðurinn sem sendi litla rauða módelið yfir Atlantshafið ekki með einhverja svona græju?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Alternator í bensínvél?

Póstur eftir Guðjón »

Er ekkert vesen að vera með rafal sem snýst á sama hraða á mótorinn þar sem hann er stundum á háum snúning og stundum alls ekki?
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara