Síða 1 af 2

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 21. Júl. 2011 18:08:24
eftir Árni H
Sælir!

Gaui minntist um daginn á að ég hefði sett leynivopn í Extruna gömlu. Það þykir mér nú fulldjúpt í árina tekið hjá Gauja að kalla þetta leynivopn en þetta gæti nýst einhverjum fleirum en mér.

Ég föndraði mér sem sagt einfaldan "onboard glow driver" byggðan á þessari teikningu hér:

Mynd

Ég notaði í þetta tvö ódýr AA hleðslubatterí úr Verkfæralagernum, venjulegan smellurofa og einhverjar afgangsleiðslur sem ég fann á borðinu hjá mér. Mig vantaði hins vegar kertahettu svo ég bjó hana til úr rafmangstengi, svokölluðu krónutengi. Ég lóðaði leiðsluna við tengið og setti svo krumpuhólka yfir allt saman, bara fyrir útlitið. Þetta smellpassar upp á kertið og festist vel.

Krónutengið mínus plastkápan:
Mynd

Svona lítur þetta út komið á kertið - nett og aðgengilegt.
Mynd

Ég mæli með þessu - þetta svínvirkar, ekkert bauk með punga og rafmagn á staðnum og tómagangurinn verður öruggari en áður. Það er ekkert aukadrasl tengt við glóðina, hún fer einfaldlega Á og Af handvirkt þannig að það er betra að hafa sæmilega stór batterí. Ég get ekkert fullyrt um hvort þetta hafi áhrif á endinguna á kertunum. Það kemur bara í ljós.

Kostnaðurinn er hverfandi, eiginlega bara batterí og rofi. Ég held að þetta kosti í kringum 1500 kr.

Kv,
Árni Hrólfur

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 21. Júl. 2011 22:39:17
eftir Björn G Leifsson
Svo er næsta stig að tengja við þetta rafeindaheila sem tengdur er milli inngjafarservósins og móttakarans og stilltur þannig að hann kveikir á glóðinni bara þegar inngjöfin fer niður fyrir eitthvað stig sem maður getur forstillt. Þannig eyðir maður ekki batteríinu nema í hægagangi.

Ég á eitt svona blingeling sem ég hef ekki notað ennþá, keypt frá Bretlandi fyrir langalöngu (nenni ekki að fara framúr til að gá hvað það heitir). Hef sem sagt ekki prófað það enn.

Með þvi að Gúgla "On board glow driver" þá koma upp fullt af svona dóti en það virðist kosta talsvert svo væntanlega ekki spennandi nema mótorinn gangi illa í hægagangi, eða hvað?

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 00:26:19
eftir einarak
svo er þetta líka oft haft á fjaðurrofa sem er komið fyrir við inngjafarservoið, þannig að þegar ingjöf fer niðurfyrir t.d. 15% gjöf þá þrýstist á fjöðrina og rofinn hleypir straum á kertið.
þeir eru hræ ódýrir, kosta 300-400kr í íhlutum.
Mynd

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 01:11:00
eftir Björn G Leifsson
[quote=einarak]svo er þetta líka oft haft á fjaðurrofa sem er komið fyrir við inngjafarservoið, þannig að þegar ingjöf fer niðurfyrir t.d. 15% gjöf þá þrýstist á fjöðrina og rofinn hleypir straum á kertið.
þeir eru hræ ódýrir, kosta 300-400kr í íhlutum.
http://www.schenectady.k12.ny.us/users/ ... itches.jpg[/quote]
Þarf að vera nógu mjúk fjöður svo hún trufli/hindri ekki hægagangsstöðu.

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 08:58:35
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Þarf að vera nógu mjúk fjöður svo hún trufli/hindri ekki hægagangsstöðu.[/quote]
Best að hafa rofann til hliðar eða undir arminum, þá hefur hann ekki áhrif ef þetta er rétt sett upp.

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 10:37:06
eftir Árni H
Ég ákvað að prófa þetta í Extrunni vegna þess að mótorinn er á hvolfi í henni og leiðinlegt að bogra með glóðarpung við vélina. Sem sagt - maður er farinn að stirðna í hnjánum. Það er miklu þægilegra að smella einum rofa og setja svo í gang!

Best að grípa með sér svona fjaðurrofa næst þegar maður á leið á Suður-Ísland. Annars á ég ein tvö stykki af svona blingelinggizmóonboardglóðum en ákvað að prófa svona lágtækninálgun að gamni mínu. Þetta virkaði jafnvel í gærkvöldi og á þriðjudaginn þannig að ég er að hugsa um að hafa þetta bara svona - lítið mál að skella þessu batteríi í hleðslu ásamt öllum hinum... :D

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 10:44:41
eftir Sverrir
Getur kíkt í Handverkshúsið(þín megin), þeir áttu til svona rofa(hér) á sínum tíma og kannski enn.

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 11:55:48
eftir Árni H
Handverkshúsið mín megin er því miður að breytast í ísbúð - enda hvað getur verið betri viðskiptahugmynd en að starta ísbúð á Norðurlandi seinnipart sumars :rolleyes:

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 12:08:39
eftir Sverrir
Persónulega myndi ég opna búllu sem selur heitt súkkulaði svona miðað við tíðarfarið! ;)

Re: Laugardagsföndrið II

Póstað: 22. Júl. 2011 13:17:55
eftir Árni H
[quote=Sverrir]Persónulega myndi ég opna búllu sem selur heitt súkkulaði svona miðað við tíðarfarið! ;)[/quote]
Nah - ég fæ alltaf hausverk daginn eftir að ég drekk heitt súkkulaði, a.m.k. á ættarmótum... Mynd