Re: Allt er þegar þrennt er
Póstað: 25. Júl. 2011 22:32:47
Jæja, eitthvað er vonandi að birta til í rafmagnsæfingunum hjá mér. Fyrsta tilraun c.a. 2008 og var Brio 10 sem var patternvél 1m x 1m sirka, sem var svo veikbyggð að ég þorði ekki að hnerra nálægt þessu fyrirbæri, algerlega vonlaus vél sem ég gat ekki flogið og brotnaði umsvifalaust (svona næstum.)
Taka tvö var í vor, setti saman Helios frá Hyperion sem var ansi mikið stærri, 1,4m x 1,4m heldur steklegri en Brio en samt svona dálítið veikbyggð og maður svo sem hvorki faðmaði þetta né kreysti. Flaug ágætlega og átti bara svona smá trimmingu eftir til að verða fín (en kannski fyrir mig of lítil) að fljúga. Var komin með c.a. klukkutíma á þessa vél þegar henni hlekktist á á sunnudaginn í síðustu viku.
Þetta er vel viðgeranlegt en ég svona nennti ekki að fara að standa í viðgerð núna, betra í rólegheitum í haust og vetur. 'eg fór því að telja mér trú um að " góð ráð væru dýr" og betra að kaupa bara aðra sem væri fljótlegra, hafði augastað á Yak 55m frá GB einsog Ingólfur var með í höndunum um daginn,,, hafði samband við seljandann og allt klárt, en þá var ekki til Gul , bara blá Yuuuaakkk,,, og það gekk jú ekki, shit, góð ráð að verða rán dýr.
Eftir 10 mín pælingu var stefnan tekin á Wind S 50E frá SebArt http://www.sebart.it/50E-class.html
en hú er 20cm stærri á kant en Jakkinn og Helos, so what
bara stærri mótor með í leiðinn.
Var að fá pakkann áðan, og þetta er fyrsta rafmagnsvélin sem ég hef séð sem stendur undir nafni, algerlega frábær smíði og frágangur. Allir fletir balsaklæddir, sem sagt enginn opinn struktúr klæddur yfir með plasti, gæti þessvegna verið fiber.
Alltsaman frábærlega klætt með Oracover, svo mjög svo að konan er að hringja í börnin okkar og sistkyni mín og biðja þau um að hringja í mig og fá mig ofanaf því að kaupa þennann farmiða til Kína, til að sækja þessa konu sem klæddi þessa vél,,, og að minnsta kosti ættleiða hana,,, verður erfitt verk fyrir blessað fólkið, búinn að taka símann minn "off the hook" .
Flottasta light weight-kit sem ég hef séð.
M.B.Kv.
LJ
Taka tvö var í vor, setti saman Helios frá Hyperion sem var ansi mikið stærri, 1,4m x 1,4m heldur steklegri en Brio en samt svona dálítið veikbyggð og maður svo sem hvorki faðmaði þetta né kreysti. Flaug ágætlega og átti bara svona smá trimmingu eftir til að verða fín (en kannski fyrir mig of lítil) að fljúga. Var komin með c.a. klukkutíma á þessa vél þegar henni hlekktist á á sunnudaginn í síðustu viku.
Þetta er vel viðgeranlegt en ég svona nennti ekki að fara að standa í viðgerð núna, betra í rólegheitum í haust og vetur. 'eg fór því að telja mér trú um að " góð ráð væru dýr" og betra að kaupa bara aðra sem væri fljótlegra, hafði augastað á Yak 55m frá GB einsog Ingólfur var með í höndunum um daginn,,, hafði samband við seljandann og allt klárt, en þá var ekki til Gul , bara blá Yuuuaakkk,,, og það gekk jú ekki, shit, góð ráð að verða rán dýr.
Eftir 10 mín pælingu var stefnan tekin á Wind S 50E frá SebArt http://www.sebart.it/50E-class.html
en hú er 20cm stærri á kant en Jakkinn og Helos, so what

Var að fá pakkann áðan, og þetta er fyrsta rafmagnsvélin sem ég hef séð sem stendur undir nafni, algerlega frábær smíði og frágangur. Allir fletir balsaklæddir, sem sagt enginn opinn struktúr klæddur yfir með plasti, gæti þessvegna verið fiber.
Alltsaman frábærlega klætt með Oracover, svo mjög svo að konan er að hringja í börnin okkar og sistkyni mín og biðja þau um að hringja í mig og fá mig ofanaf því að kaupa þennann farmiða til Kína, til að sækja þessa konu sem klæddi þessa vél,,, og að minnsta kosti ættleiða hana,,, verður erfitt verk fyrir blessað fólkið, búinn að taka símann minn "off the hook" .
Flottasta light weight-kit sem ég hef séð.
M.B.Kv.
LJ