Sikaflex-11

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Agust »

Það er eiginlega alveg merkilegt hvað frágangur hjólastella á ARF er lélegur. Í gær losnaði hjólastellið á Katana-S vélinni minni. Eiginlega af sjálfu sér, því lendingar voru ekkert mjög slæmar. Þegar módelið ók yfir holu eða lægð í malbikinu við norðurenda flugbrautar heyrðist hár brestur. Ekki þurfti meira til.
Í ljós kom að tréverkið var illa límt. Það virðist sem látið hafi verið nægja zappa með súperlími.

Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum áður, og eins og fleiri notað Sikaflex-11 (fæst í Byko) til að lagfæra líminguna. Sikaflex hefur það fram yfir epoxy að það helst gúmmíkennt og getur tognað um 10%. Sikaflex er hnausþykkt og fyllir því vel. Það hefur frábæra viðloðun. Eini ókosturinn er að það er lengi að "þorna", og má reikna með nokkrum sólarhringum áður en það nær fullum styrk.

Einn aðalkosturinn er hve gúmmíkennt þetta frábæra kítti er. Það virkar dempandi og minnkar verulega líkurnar á skaða við harkalega lendingu.


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5874
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir maggikri »

Sæll. Er ekki hægt að fá mismunandi tegundir af Sikaflexi með mismunandi þornunartíma.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Er þetta ekki kíttið sem Steinþór ofl nota til að líma lamir?

Veit einhver hvort hægt er að fá þetta glundur í minni umbúðum og kann einhver góða aðferð við að loka svona túpum milli þess að maður notar úr þeim?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Agust »

Ég var einmitt að hugsa um minni túbur og leita á netinu. Mín stóra er löngu stífluð og er ég farinn að stinga göt á hliðarnar til að ná út meira jukki. Það væri mjög kærkomið að geta fengið þetta í handhægari umbúðum, svo 90% fari ekki til spillis.

Ég hef lent í að kaupa einhverja aðra gerð af Sikaflex (annað númer en 11) og lenti í miklum hremmingum. Fjárans kíttið þornaði ekki og þurfti ég að skafa upp drulluna. Einnig keypti ég eitt sinn annað merki hjá Húsó sem átti að vera sambærilegt við þetta #11, en reyndist einnig harða seint og illa. Ég les því núorðið vel merkið á umbúðunum. Númer 11, eða ekkert!

Leiðbeiningar hér: http://www.sika.com.au/cmc/Datasheets/t ... FC_tds.pdf

Efnið harðnar með hjálp rakans í loftinu. Þess vegna er betra að reyna að hafa rakastigið frekar hátt, ef hægt er. Þetta kemur fram á kúrfunum í leiðbeiningunum. Einnig gengur þetta betur eftir því sem umhverfishitinn er hærri.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Sverrir »

Geymir módelið bara inn á baði ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Agust »

Verður þú á sveimi yfir gufumekkinum sunnan Kjalvegar um helgina?

-

Hér, við jaðar hálendisins, sleppa menn því að sofa, en fljúga í staðinn í ævarandi birtu,...

.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Sverrir »

Það var búið að bóka gullfuglinn alla veganna á laugardaginn, smá möguleiki á að sunnudagurinn opnist, þú færð alla veganna að fylgjast með ef af verður.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir ErlingJ »

ÞETTA ERUM VIÐ AÐ SELJA Í POULSEN EHF CARBOND 945FC FRÁ SOUDAL OG ER SAMBÆRILEGT EF EKKI BETRA :) UPPLISINGAR UM EFNIÐ HÉR
http://www.soudal.com/upload/fiches/1365.pdf
ATH LÍMIR EKKI GLER OG PEXIGLER.
VERÐIÐ ER 860 KR 310ML TIL Í SVÖRTU OG HVÍTU
Mynd
KVEÐJA ERLING
PS. EF ÞIÐ HITTIÐ Á MIG Í VERSLUN ÞÁ ER ALDREI AÐ VITA NEMA MAÐUR GAUKI AÐ YKKUR SMÁ AFSLÆTTI :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Erling, er þetta nokkuð til í minni umbúðum???

...nei, reyndar er bara uppgefið 310 ml í þessu plaggi.

Væri gott að finna eitthvað jafngott í hentugri umbúðum.....
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Sikaflex-11

Póstur eftir ErlingJ »

nei ekkert í minni umbúðum en verðið er gott mig minnir að sika sé yfir 1000 kr
Svara