Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Sverrir »

Ég, Berti, Gústi, Maggi og Ingó ákváðum að skella okkur út á völl eftir kvöldmat þar sem veðrið var orðið þokkalegt. Það gekk þó á með smá dropum af og til en við létum það ekki á okkur fá og flugum bara á milli dropanna. Extra fór sitt fyrsta flug í kvöld og til stóð að senda Yak upp líka en því miður vantaði aðeins upp á hana. Því voru „bara“ tvö frumflug á Arnarvelli í dag en hefðu getað orðið þrjú, gengur bara betur næst.

Aðstæður voru vægast sagt hundleiðinlegar til myndatöku og því eru gæðin ekki alveg nógu góð þar sem beita þurfti öllum brögðum í bókinni til að ná út þolanlegum myndum en við bætum úr því næst þegar Extra fer í loftið.

Ég er viss um að ég skildi Keili eftir þarna síðast!? :/
Mynd

Formaðurinn með nýja Yak-inn sinn, hann varð að lögreglumáli!
Mynd

Þvers og kruss.
Mynd

Berti u.þ.b. að uppgötva hverju hann gleymdi heima... ;)
Mynd

Allt að verða klárt fyrir frumflug.
Mynd

Flugtak
Mynd

Mynd

Á flugi.
Mynd

Mynd

Mynd

Lending
Mynd

Mynd

Mynd

Ingólfur sáttur eftir frumflugið!
Mynd

Reyndar var greyinu flogið svo harkalega að henni fór að blæða! :/
Mynd




Fann Keili að lokum! ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5708
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir maggikri »

HD-video



kv
MK
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Árni H »

Lagleg Extra - til hamingju með hana Ingólfur! En ekki segja mér að vinstri vængurinn af Yakinum hafi gleymst heima... :)

Treokveðjur,
Árni H
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Sverrir »

Ó nei, báðir vænghlutarnir voru meðferðis... en þú ert heitur!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Sverrir]Ó nei, báðir vænghlutarnir voru meðferðis... en þú ert heitur![/quote]
Eh... það er jú á hreinu að hann skildi konuna eftir heima, en ætli það hafi verið fjarstýringin líka?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Sverrir »

Varla ef hann er heitur á vængjasvæðinu...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Spitfire »

[quote=Sverrir]Varla ef hann er heitur á vængjasvæðinu...[/quote]
Varla getur það verið að vængboltarnir hafi ekki verið með í för, hélt að menn væru hættir að klikka á svoleiðis :)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Sverrir »

Vængboltarnir eru á svæðinu, hann heldur meira að segja á einum. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Haraldur »

Sendinum.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2011 - Kvöldvaktin

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Haraldur]Sendinum.[/quote]
Sjá póst frá Birni og svar.
Icelandic Volcano Yeti
Svara