Síða 1 af 2

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 14:16:43
eftir Haraldur
Hefur einhver skoðað þessa spíttkerru? Yrði fínn arftaki af Zagi.




Unboxing hjá vinum okkar í Al's hobby shop:

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 14:30:08
eftir Sverrir
[quote=Haraldur]Unboxing hjá vinum okkar í Al's hobby shop:[/quote]
Þetta eru ekki vinir okkar í Al's Hobbies, þeir tala allir með breskum hreim. ;)

Þetta eru hinir amerísku Al's Hobby Shop.


[quote=Haraldur]Hefur einhver skoðað þessa spíttkerru? Yrði fínn arftaki af Zagi.[/quote]
Flutningskostnaðurinn verður ágætur það er á hreinu. ;)

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 14:45:18
eftir Valgeir
þá gæti veri hægt að prófa þessa http://www.horizonhobby.com/Products/De ... D=PKZU2280 hún er lítil

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 15:05:55
eftir Haraldur
[quote=Valgeir]þá gæti veri hægt að prófa þessa http://www.horizonhobby.com/Products/De ... D=PKZU2280 hún er lítil[/quote]
Bara málið með þessu litlu vélar (UMX týpur) að það þarf að vera lítill vindur til að hægt sé að fljúga þessu, annars fíkur þetta bara. Annars eru þær fínar inni.

Þessu stærri sem ég var að benda á eru gerðar fyrir útiflug og eru hæfilega stórar og "þungar" til að fljúga í vindi.


[quote=Sverrir][quote=Haraldur]Unboxing hjá vinum okkar í Al's hobby shop:[/quote]
Þetta eru ekki vinir okkar í Al's Hobbies, þeir tala allir með breskum hreim. ;)

Þetta eru hinir amerísku Al's Hobby Shop.[/quote]
Það er til svo markar Al's hobby búðir á netinu að manni getur skjátlast. :-) Þú sendir bara Ali sorry frá mér.

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 22:29:25
eftir Agust
Ég hef undanfarið verið að fljúga Fun Jet frá Multiplex sem líkist þessari. Flýgur eins og engill, bæði rólega og upp í 150km/klst ef að líkum lætur. Í gær flaug ég í töluverðum vindi í upsveitunum, það miklum að ég gat flogið afturábak. Engin vandræði með þessa vél. Þrælstöðug.

http://www.rcuniverse.com/magazine/arti ... cle_id=913

http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=621504

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5298

FunJet:
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=19743

FunJet Ultra:
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=31401







Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 22:48:57
eftir Björn G Leifsson
Hef séð mikið jákvætt umtal um þessa Funjet

Einhver sem hefur prófað Multiplex Merlin?
Gæti verið fín útileguvél, fæst með flottri tösku sem sést þarna á síðunni.

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 1. Ágú. 2011 22:50:07
eftir Haraldur
[quote=Agust]Ég hef undanfarið verið að fljúga Fun Jet frá Multiplex sem líkist þessari.[/quote]
Þær eru í sama flokki. Þessi er bara svo miklu flottari ;-)

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 2. Ágú. 2011 12:26:31
eftir Agust
Björn

Ég hef eins og þú verið að skoða Merlin. Eins og öll Multiplex módel eru, þá er hönnunin mjög góð, enda fengið góða dóma. Hægt að fá alla varahluti í þennan litla Merlin eða töframann, eins og nafnið merkir: http://www.rcmodelcentre.co.uk/multiple ... t_265.html


Re: F-27Q Stryker

Póstað: 3. Ágú. 2011 01:06:38
eftir Björn G Leifsson
Var þetta video komið?



annar hlekkur: http://diydrones.com/video/fpv-stryker-flat-terrain-is

Re: F-27Q Stryker

Póstað: 4. Ágú. 2011 17:34:54
eftir Agust
Þegar ég var að fljúga minni FunJet í morgun, en hún er keimlík Stryker vélinni, varð mér hugsað til þess hve þessar rafmagns EPP vélar væru góðar. Þær eru sterkar, fljúga vel, og eru til í alls konar útfærslum. Ekkert sull með eldsneyti, engin vandræði með gangsetningu, aflið ekkert vandamál, drepa ekki á sér fyrr en "tankurinn" er tómur, og lítll hávaði. Auðvelt að gera við á staðnum með súperlími ef eitthvað brotnar, sem gerist reyndar örsjaldan því EPPið er seigt. Kosta miklu minna en stórar hefðbundnar vélar, en ánægjan er a.m.k sú sama. Níðsterkar eins og Aircore, en miklu flottari!

Haraldur hefur minnst á F-27Q Stryker og ég á Multiplex Fun-Jet. Fleiri vélar?