Re: Vísindaveröld
Póstað: 23. Jún. 2006 01:34:43
Þið kannist kanski við vísindaveröldina í Húsdýragarðinum. Vefsíðan er hér:
http://www.mu.is/visindaverold . Þetta er eins konar vísir að Science Museum, en þar er oft deild þar sem börn fá að kynnast vísindum og tækni með því að snerta á hlutunum. Þar fá börn á öllum aldri að fikta og prófa. Fátt er bannað. Flest af því sem er til sýnis í Vísindatjaldinu er styrkt af fáeinum fyrirtækjum, þar á meðal fyrirtækinu sem ég starfa hjá www.rt.is
Við smíðuðum og gáfum þeim eitt vinsælasta tækið, þ.e. tröllið sem maður stingur höfðinu í ginið á og öskrar af öllum lífs og sálar kröftum. Tveggja metra há ljóssúla sýnir árangurinn í desibelum. http://www.mu.is/visindaverold/taekin/nr/89
Sjálfur hef ég í sjálfboðavinnu skrifað skýringartexta við allmörg (flestöll?) tækjanna og reynt að hafa það eins stutt og skýrt og kostur er.
Jæja, þá er loks komið að erindinu:
Mér hefur oft komið til hugar, að fróðlegt geti verið fyrir börn á öllum aldri að kynnast flugeðlisfræði í Vísindaveröldinni. Mér hefur komið til hugar módel, með rafmagnsmótor, sem hengi uppi í rjáfri. Á borðinu væri fjarstýring. Þarna væri hægt að prófa að "fjarstýra" módelinu og hreyfa alla stýrifleti og breyta hraða mótors. Einnig væri þarna tölva með módel-flughermi. Auðvitað einnig kynning á flugmódel-íþróttinni.
Þetta væri auðvitað góð kynning á flugmódelsportinu, auk þess að vera fræðandi fyrir ungdóminn. Við gætum, sem styrktaraðilar, fengið góða kynningu og vafalítið velvilja hjá borgaryfirvöldum. Eg veit að okkur yrði mjög vel tekið.
Hvað finnst mönnum um þetta?
http://www.mu.is/visindaverold . Þetta er eins konar vísir að Science Museum, en þar er oft deild þar sem börn fá að kynnast vísindum og tækni með því að snerta á hlutunum. Þar fá börn á öllum aldri að fikta og prófa. Fátt er bannað. Flest af því sem er til sýnis í Vísindatjaldinu er styrkt af fáeinum fyrirtækjum, þar á meðal fyrirtækinu sem ég starfa hjá www.rt.is
Við smíðuðum og gáfum þeim eitt vinsælasta tækið, þ.e. tröllið sem maður stingur höfðinu í ginið á og öskrar af öllum lífs og sálar kröftum. Tveggja metra há ljóssúla sýnir árangurinn í desibelum. http://www.mu.is/visindaverold/taekin/nr/89
Sjálfur hef ég í sjálfboðavinnu skrifað skýringartexta við allmörg (flestöll?) tækjanna og reynt að hafa það eins stutt og skýrt og kostur er.
Jæja, þá er loks komið að erindinu:
Mér hefur oft komið til hugar, að fróðlegt geti verið fyrir börn á öllum aldri að kynnast flugeðlisfræði í Vísindaveröldinni. Mér hefur komið til hugar módel, með rafmagnsmótor, sem hengi uppi í rjáfri. Á borðinu væri fjarstýring. Þarna væri hægt að prófa að "fjarstýra" módelinu og hreyfa alla stýrifleti og breyta hraða mótors. Einnig væri þarna tölva með módel-flughermi. Auðvitað einnig kynning á flugmódel-íþróttinni.
Þetta væri auðvitað góð kynning á flugmódelsportinu, auk þess að vera fræðandi fyrir ungdóminn. Við gætum, sem styrktaraðilar, fengið góða kynningu og vafalítið velvilja hjá borgaryfirvöldum. Eg veit að okkur yrði mjög vel tekið.
Hvað finnst mönnum um þetta?