Jæja „sumarið“, ef svo skyldi kalla, líður og nú styttist óðum í hina árlegu flugkomu þeirra Norðanmanna.
Eru módelmenn ekki örugglega með það á hreinu að það er skyldumæting
Nú er ekki seinna vænna en setja í háa gírinn og drífa sig í að klára módelið sem situr enn inn á smíðaborði og prufufljúga því fyrir laugardaginn 12.ágúst nk.
Skv. áræðanlegum heimildum hefur stjórn Flugmódelfélags Akureyrar verið á löngum og ströngum samningafundum með veðurguðunum og eftir 36 tíma samninglotu um síðustu helgi þá lítur út fyrir að við fáum áframhaldandi gott veður. Veðrið í fyrra og 2004 var hreint út sagt frábært svo það er von á góðu í ár.
28.06.2006 - Akureyri 2006
Re: 28.06.2006 - Akureyri 2006
Icelandic Volcano Yeti