Síða 1 af 7
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 22. Ágú. 2011 18:23:11
eftir Gaui
Ég fann ekki gamla Súper Clóse-up þráðinn, svo ég startaði bara nýjum. Sverrir finnur hann hugsanlega fyrir mig, en í millitíðinni er hér smá getraun handa ykkur:
Hvað er þetta sem Árni Hrólfur hafði með sér á Melana á sunnudaginn?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 22. Ágú. 2011 18:47:07
eftir Björn G Leifsson
Naflaló!
Eh... kannski frekar sigti úr bensínslöngu með tilheyrandi eyfirskri ló?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 22. Ágú. 2011 19:16:06
eftir Gaui
Naskur sá gamli -- þetta er sigtið úr slöngunni sem hann lætur síga oní bensínbrúsann. Dælan var farin að verða slöpp,svo hann athugaði sigtið og þá kom í ljós að það var næstum alveg stíflað.
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 22. Ágú. 2011 21:19:35
eftir Haraldur
Oj, dælr hann i gegnum ullarsokk?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 22. Ágú. 2011 22:52:31
eftir Árni H
Það er greinilega verið að selja okkur lopabensín - skoðið síurnar ykkar, strákar
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 26. Ágú. 2011 16:55:24
eftir Gaui
Þá kemur spurning 2 á haustönn 2011:
Hvað er þetta sem við sáum á Melunum í gær?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 26. Ágú. 2011 18:03:01
eftir Flugvelapabbi
Hyrnu vaffla
Kv
Einar Pall
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 26. Ágú. 2011 20:48:27
eftir Steinar
Sveppur?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 26. Ágú. 2011 23:20:43
eftir Björn G Leifsson
Snakk eða snak eins og íslenskuvitarnir vilja kalla það. Nánari tegundagreining erfið þar sem ég nota ekki svona nema örsjaldan. Maður verður ju að passa línurnar
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 27. Ágú. 2011 08:48:20
eftir Gaui
Einar Páll er með þetta rétt: þetta er nærmynd af vöfflu sem bökuð var æi Hyrnunni!