Síða 1 af 1
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 25. Ágú. 2011 14:57:50
eftir einarak
Ég var að eignast gamalt Great Planes Carl Goldberg Extru kit sem fyrri eigandi var aðeins byrjaður að setja saman fyrir einhverjum árum síðan. En það er ávalt galli á gjöfum Njarðar því það vantar vængrifin og sparin fyrir annan vænginn (það er einhvað með mig og að eignast flugvélar sem vantar vængina á...
). Vængrifin eru ekkert mál því öll rifin í annan vænginn voru á sínum stað og kem ég til með að skanna þau inn og skera út annað sett. Hinsvegar vantar mig við í sparið í annan vænginn sem eru skv teikningum par af 3/8" 35" Bass-wood. Er þetta einhvað sem maður verður að panta sér frá útlöndum eða fáum við þetta hérna heima?
Myndir af smíðinni koma svo "as they happen"
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 25. Ágú. 2011 16:52:32
eftir Gaui
Þú getur notað 10mm furulista eins og fást í Tómó. Svo getur þú annað hvort pússað nðurþennan hálfa millimetra sem 10mm eru stærri en 3/8" eða stækkað raufarnar á rifjunum (sem er líklega auðveldara). 35 tommur er ekki nema 88sm, og furulistarnir eru allir einn metri, svo þú ert í góðum málum
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 25. Ágú. 2011 17:16:06
eftir Jónas J
Flott vél. Gangi þér vel við smíðarnar
Verður gaman að fylgjast með
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 25. Ágú. 2011 17:39:20
eftir Sverrir
[quote=einarak]Ég var að eignast gamalt Great Planes Carl Goldberg Extru...[/quote]
Lofar góðu, skemmtilegar vélar!
Ef ég má vera smámunasamur, og ef þetta er „gamalt“ kit þá er það
bara Carl Goldberg eða Goldberg Extra í daglegu tali. Bara svona fyrir þá sem þekkja ekki söguna.
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 25. Ágú. 2011 23:16:38
eftir einarak
Ok takk fyrir það, ég kíki á vini mína í tómó.
[quote]Ef ég má vera smámunasamur, og ef þetta er „gamalt“ kit þá er það
bara Carl Goldberg eða Goldberg Extra í daglegu tali. Bara svona fyrir þá sem þekkja ekki söguna.
[/quote]
Ollrætí, ég hélt að Carl Goldberg línan væri bara svona "deild" innan GP
Svo á eftir að ákveða power plantið, en það verður annaðhvort O.S.91 two stroke, eða einhver >20cc gasser, veit ekki hvort er físilegra, en hún verður væntanlega töluvert léttari með nítróhreyflinum
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 26. Ágú. 2011 15:09:55
eftir Sverrir
Þér er fyrirgefið!
DLE20 er 100 grömmum þyngri en OS 91 FX(án hljóðkúts), DLE30 er 360 grömmum þyngri.
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 26. Ágú. 2011 16:05:39
eftir Gaui
Svo er besnín ódýrara en módeleldsneyti og fáanlegt á öllum bensínstöðvum.
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 26. Ágú. 2011 19:38:35
eftir Árni H
Þegar 5 lítra brúsi af 4stroke eldsneyti kostar á milli 6 og 7 þúsund kall kemur varla til greina að setja annað en bensínmótor í svona vél! Getur annars verið að kittið vængstýfða hafi stungið niður fæti hérna fyrir norðan fyrir nokkrum árum síðan?
Re: Carl Goldberg Extra 300
Póstað: 26. Ágú. 2011 21:53:31
eftir einarak
Það er alveg satt, rekstrakostnaðurinn verður alveg fimm faldur en ef maður er að spá í power to weight ratio þá hefur nitróið náttúrulega vinninginn. Ég veit ekki hvar hún hefur millilent áður en ég eignaðist hana, en það kæmi mér svosum ekkert á óvart að það hafi farið víða. Ég eignaðist þetta kit ásamt öðru frá vini vinar sem er hættur í sportinu og fluttur úr landi.